Umfram allt og ekkert

Tuesday, February 07, 2006

Er nú að byrja að blogga á nýjan leik eftir mikla lægð. Get ekki lofað að hætta einsog skot því öll blogg hingað til hafa endað í tómu tjóni.

Vinur minn kær sem dvelur þessa dagana á Djúpavogi er með þennan lista af spurningum sem ég fyllti út og er hann hér fyrir neðan. Ef einhver annar en kær vinur minn les þetta blogg má sá hinn sami fylla kvikindið út. Takk fyrir það!!.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í einu orði?
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér e-ð, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þér e-n tíma langað til að segja mér e-ð en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Mín aðalhugsun þessa dagana er sú að það virðist vera í tísku að skilja mig ekki þessa dagana og það skiptir nánast engu máli hver á í hlut. Þess vegna hlakka ég til að mæta í vinnuna á morgun. Þar mun ég hitta einn minn besta vin.
Hann er þroskaheftur og ég sé um hann að mestu og dýrka hann.
Þegar hann reiðist mér(einsog þegar ég vill ekki teikna Tomma og Jenna fyrir hann eða reyni að virkja hann til vinnu) þá slær hann einfaldlega í áttina til og þá neyðist ég til hóta honum för inní time-out herbergi(sem er svona get-a-grip-you-crazy-fu**-herbergi) og eftir að hafa rúllað honum rólega inní herbergið(sem var drulluerfitt fyrst) róast hann niður og verður ljúfur einsog lamb.
Engin helvítis langrækni þar á bæ.

Eitt lítið ljóð eftir kútinn sem fékk þann heiður að vera ljóð dagsins
á ljóð.is þann 18.des 2005.

Heimurinn er flókahár
vafið tættum sárum
hýsir örlög úlfhópsins
grynnkar vitund ástandsins
en vitjar oss í sannleik
hinum geðveika vef ég spinn.

Þangað til næst...hafið það gott.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home