Umfram allt og ekkert

Sunday, February 12, 2006

Samsærið.....

ég þoli ekki strætóskýli borgarinnar. Það er með ólíkindum að einhvern skyldi detta það í hug að setja upp skýli sem rignir í gegnum. Sætin eru alltaf blaut og vindurinn fær að leika frjáls um allt svo ekki sé minnst á það hvað þetta býður uppá skemmdarbrot. Með ólikindum stupid hugmynd. Varð að koma þessu frá mér þar sem ég er svo pirraður á þessu.



Lenti í fyndnu atviki áðan. Var að spila fótboltaleik í pc og þegar leikurinn spilast er ávallt leikskýrsla með nöfnum leikmanna og hvernig þeim gengur í leiknum. Til að gera stutta sögu styttri hét markmörðurinn í liðinu á móti mér hinu langa nafni Joao Paulo Ferreira de Jesus.
Á leikskýrslunni kemst þetta langa nafn ekki allt fyrir þannig að þar stendur Joao Paulo Ferreira de og svo ekkert meira. Leiknum er lýst með setningum sem þjóta á ljóshraða yfir skjáinn(er með þetta í Quickmode) og þá kemur þetta margfræga nafn hans Jesus alltaf fram og þá hugsaði ég einmitt:Vá ,soldið flott að heita Jesus og ákveð að skoða hvaða leikmaður héti þessu nafni Jesus. Er ég fer yfir leikskýrsluna tek ég alls ekkert eftir nafninu og eftir ansi langa leit þá hélt ég í alvörunni að eitthvað mér æðra væri að reyna að segja mér eitthvað en þegar ég var loks búinn að skoða persónulega skýrslu allra leikmanna hins liðsins sá ég að þetta var bara ég að vera auðtrúa freðinn andskoti.

Hef þetta ekki lengra í dag....eða hvað??.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home