Umfram allt og ekkert

Monday, February 20, 2006

Fór á djammið á föstudaginn og var grímuball í vinnunni og þaðan
fórum við á Gullöldina þar sem maður mátti ekki dansa né reykja
á dansgólfinu(þetta er víst svakalegt vandamál þarna á Gullöldinni).

Ég,Viktor,Elva og Karen græddum bjór þar sem við þóttumst vera
samkynhneigð pör og ég og Viktor vorum á leið í hnapphelduna.
Vil ég biðjast afsökunar til parsins sem í góðlæti sínu bauð okkur upp á
bjór í þessu gríni okkar(sem beindist alls ekki að þeim heldur að forhertum
andófsmanni homma og lesbía).

Á laugardaginn horfði maður á evróvision þar sem úrslitin voru aldrei spurning!!.
Hélt einhver að hún myndi ekki vinna?? Gettþafokkátofhjér.

Gott í bili...kannski meira seinna í dag.
Lifið hálf

0 Comments:

Post a Comment

<< Home