Umfram allt og ekkert

Sunday, April 23, 2006

Góður víbringur

Malva og ég fórum á djammið í gær og skelltum okkur á Ellefuna.
Gulli Ósóma var að dj-a og klikkaði ekki. Virtist hafa með sér lærlingssnúð
sem var fyndið að fylgjast með. Sá félaga minn sem átti fjóra litla geitunga
og sagði hann mér að plön lægju fyrir að gefa út lagið Smoke sem er þegar
þetta er skrifað besta óútgefna lag veraldar.

Malva bauð mér uppá te, Russian black tea til að vera nákvæmur og hef ég ákveðið
að reyna að snúa mér alfarið að tedrykkju í framtíðinni enda þetta coffee and cigarettes
dæmi orðið ansi þreytt.

Er á leið að hitta hest og kjúkling hjá Boz.
Orð dagsins er: hamskipti

Þunnur og nenni ei meir.......rrrrrrrrrrremix

0 Comments:

Post a Comment

<< Home