Umfram allt og ekkert

Monday, May 01, 2006

Helgin, meistarar og aðrir drottnarar

Helgin tekin með smá trompi enda þriggja daga kvikindi.
Föstudagur: Drukkinn og drapst eftir að hafa spjallað við
Tara Kruggs í góðu flippi.
Laugardagur: Horft á fótbolta eða knattspyrnu þar sem
markmiðið er að setja bolta í netmöskva. Hermenn Jose
Móra tóku sig í smettinu og settu hann 3svar. Ja hérna!!
Bara meistarar......Til hamingju.
Svo var horft á handbolta eða handknattleik. Þar eru mörkin
minni og notast skulu hendur. Johnny Boy og hans bláa lið unnu
sína viðureign og hana nú......meistarar!!. Til hamingju.

Síðan var stefnan tekin í bæinn og hitti maður fullt af fólki.
Málbeinið laust og galið, samhengislausar hugsanir
og fullt af saklausu fólki tvinnuðst inní ævintýri Cod´s.
Endaði í partý þar sem sótti að mér lítill áfengisdauði og
nauðsyn var að skríða enda hreyfigeta í lágnarki.

Ákvað að drekka ekki á deginum sem kenndur er við Sunnu
en hitti þess í stað Afríkufara sem er með húðflúr þar sem
hún biður um hjálp frá sjálfri sér. Soldið töff.

Ætla ekkert að hafa þetta lengra enda bara að jafna mig
hægt og rólega en setjum smá dass af ljóðum fylgja.

Ótitlað
________________
Þú labbar framhjá
og ég veit ég elska
ég sé svart hár þitt
og þrái allt í einu myrkur
horfi á líkama þinn
í laginu einsog stytta
rannsaka andlit þitt
og veit að þú ert gyðja
horfi í augun þín
og veit ekkert
hvað þú ert að hugsa.

Stjórnstöð
___________
Horfi í kringum mig
augun þeytast frá vinstri til hægri
staðnæmast í miðju
og einblína á þennan hlut
sem ég þekki ekki.
Ég leita upplýsinga um þig
renni í gegnum skrárnar
í hausnum á mér
ekkert sem segir að þú sért mín.
Kalla á stjórnstöð
í leit að hjálp.

Og orð dagsins er: selskapur
Hafið það gott

0 Comments:

Post a Comment

<< Home