Umfram allt og ekkert

Thursday, April 27, 2006

Kynferðisgremja og Stade De France

Nú eftir sambandsslit er kvikindið að upplifa kynlífsgremju sem lýsir sér
þannig að kvenmaður má varla anda á mig þá langar mig að gera (ó)æskilega
hluti með henni. Þetta hefur líka haft þau áhrif að ég haga mér kannski soldið
skrítið í samskiptum við vinkonur mínar(og biðst hér með afsökunar á því).
En maður er kominn með netta flagaratakta á ný.........og er að drepast í
vinstri höndinni :) .

Mitt ástkæra Vopnabúr er komið í úrslit CL og keppir við Jar Jar Binks og
félaga frá Kataloniu. Er hann háður þann 17.maí og fiðringurinn ferðast
frá tveimur eyrum til annars.

Átti heiðarlegt samtal við sjálfan mig(ekki uphátt) og komst að því að
ég er ekki sá skratti sem hún er búin að mála mig sem. Hefði samt getað
auðveldað mér þetta allt saman bara með því að hlusta á mína bestu vini.
En erfiðustu leiðirnar og vitlausu eru þær sem kenna sitthvað að prjóna.

Borðaði lasagna í gær........fyllt af gulrótum og lauk(og áhorfendur tryllast).

Orð dagsins er: glyslegur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home