Umfram allt og ekkert

Monday, April 24, 2006

Jazz er fæðið!!

Ég hef löngum verið þekktur fyrir það að láta mér ei
grænmeti eða ávexti um munn seytla og hef alltaf haft lúmskt gaman
af því hvað fólk er alltaf jafn undrandi þegar sú staðreynd er flögguð.
En undanfarna daga hef ég svo mikið sem borðað brokkolrétt, laukinn
sem er á milli Mcborgarans(hélt reyndar að það væri bara funky sósa)
og nú í kvöld smakkaði kvikindið relish á borgarann sinn. Nú þarf ég að hætta
þessari maturinn- bragðast- betur- ef- hann- er- veiddur kenningu minni.

Get með engu móti horft lengur á Beðmál í borginni(ástæða óþörf að vita).

Hlakka til að sjá Krugerinn og vita hið óvænta þó bara að sjá Hlunkinn
er nægjan. Ætli hann hafi meint þetta með ullarsokkinn??.

Lífið er jazzlag.
Og á morgun mun Vopnabúrið hefja innrás á lítil þorp á Spáni.
Er farinn að sjá þetta ævintýri í hillingum.
Katalonía vs. Vopnabúr.

Góða ferð

0 Comments:

Post a Comment

<< Home