Umfram allt og ekkert

Monday, May 08, 2006

Stutt í Krugerinn!!

Nú þegar þetta er skrifað er Krugerinn örugglega farinn að
gera að gera sig til fyrir Reykjavíkurferð. Ég og hann eigum
það sameiginlegt að hafa mikla þörf fyrir að troða alls kyns
drasli í smettið á okkur en þetta er eitthvað sem Krugerinn
kom mér á bragðið. Mikið sakna ég SDS og þess að finnast
einsog smurður faraói á guðríkum degi.
Tilveran án Krugers er bara klink!!.

Og talandi um klink, þá á ég svo um það bil 3000 kvikindi
á lífsreikningnum mínum svona snemma mánuðs og lifi
einsog svo oft áður á draumum um yfirdráttarheimild
og góðs orlofsreiknings.

Síðan hef ég hugsað mikið til einnar manneskju sem ég veit
ekkert í hvaða átt ætlar að þeyta mínu lífu og er ég hræddur
um að þessi manneskja sé það góðhjörtuð að ef ég myndi eitthvað
viðhafast meira myndi ég enda á að særa hana því maður er
soddan hestahvíslari......og landeyða hehehe.
Allavega þykir mig óhemju vænt um hana.

Orð dagsins er: Leikleysa

Hlustandi á jazz og á morgun kemur dagur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home