Umfram allt og ekkert

Tuesday, December 26, 2006

Fór að hugsa um mótmæli og þær aðferðir sem hafa verið notaðar til
þeirra og varð hugsað um þá sem sletta mjólk,blóði og öðrum óþverra
í átt að þingmönnum hér á landi og ég hugsaði um allt ofbeldið sem á sér
stað þegar mótmæli eiga í hlut.
Myndin til hliðar er af munk frá Tíbet og prýddi fyrstu plötu Rag against the machine. Ótrúleg mynd sem hefur alltaf haft mikil áhrif á mig.
Sendi SMS til vinar minns á dulmáli á síðasta djammi og ég hef
aðeins getað ráðið helminginn af því........mikið var ég drukkinn.
Ef ég skrifa ei meir yfir hátíðarnar segji ég við yður: Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir það liðna
og megi þér farnast enn betur á því nýja.
Orð dagsins er: Bréfadúfa
Góða night

0 Comments:

Post a Comment

<< Home