Umfram allt og ekkert

Sunday, October 29, 2006

Dagurinn í dag.

Eftir að hafa vaknað upp kl:9:30 sem er snemmt þegar kúturinn
ég á í hlut horfði ég á Línu Langsokk með litlu hennar kjellu, sá
strætó næstum keyra yfir konu, brá svo og fékk svitakast þegar
annar strætó mundaði flautuna og sofnaði svo í strætó.

Ætla mér að fara taka ljósmyndir bráðum á digitalinn hans brósa míns.
Ekki einsog hann sé að nota hana eitthvað!.

Fékk að heyra það að það er ekkert gaman að horfa á Lord of the Rings
með mér því ég fæ Tolkien-ræpu einsog manneskjan orðaði það.
Tolkien skrifaði mikið af LOTR, Hobbitt og Silmarillion þegar hann þjáðist
af skotgrafasýki í stríðinu. Þykir mér það gott úrræði hjá honum.

Orð dagsins er: Fjarrænn

Setning dagsins er: Réttu mér lárviðarlaufið, ungfrú mín.

Himintunglin fylgjast víst með.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home