Umfram allt og ekkert

Sunday, September 24, 2006

Sloth

Hef nú tileinkað mér eina af dauðasyndunum 7 og verið í
miklu letikasti. Allt sem ég geri er hálfklárað, rétt nógu gott
í staðinn fyrir afbragð og síðan einfaldlega bakkað burt frá verki.

Er þessa stundina að reyna koma í verk að mála herbergi og allur
undirbúningur var svo lélegur að ég er að redda hinu og þessu þegar
ég á að vera löngu búinn að redda því. Letiskepnan sem maður er!.

Er ég þessa dagana að stefna eitthvað áleiðis eða er ég stopp?.
Þarf að fara að vinna að einhverju takmarki.

Miriam Makeba er enn mikið í hlustun og íhugun.....langar til Afríku.

Dreymdi að ég skaut stelpu í sjálfsvörn(hún skaut að mér fyrst) og
síðan læddist ég að öðrum og bankaði létt byssunni á höfuð hans og
þegar hann sneri sig við ætlaði ég að taka smá aftökustíl á hann en
þá var ég búinn með skotin. Hljóp þá í burtu og hann skaut mig þrisvar
í bakið. Fann fyrir þessum sting og doða sem er svo oft talað um.
Mjög skrítið og óþægileg tilfinning.

Þessi pistill átti að vera lengri en einsog ég hef skrifað þá er allt
hálfklárað hjá mér þessa dagana.

Orð dagsins er: Áleiðis

Bibbidy babiddy búú.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home