Umfram allt og ekkert

Monday, August 28, 2006

Ég og Hr.Moonboots


Hef ákveðið að fjárfesta í moonboots stígvélum(myndi ekki stígvél í
hreinni enskri þýðingu vera stepmachines?) eftir að hafa séð
Napoleon Dynamite um helgina. Man að á mínum yngri árum vildi
ég engu öðru vera í nema moonboots elskunum mínum. Verð að fá moonboots fyrir veturinn!!




Eyddi síðustu helgi í mikið vídeógláp og horfði í áðurnefnda Napoleon Dynamite,
Ice Harvest sem var fín, Lemony Snickets sem var ágæt, Failure to launch sem
var alveg áhorfanleg og V for Vendetta sem er helber snilld og mjög svo mikil
ádeilumynd og kom mér heldur betur á óvart. Ekki svo langt frá öllum sannleika.

Ótitlað
Þurfti að lyfta teppi
og þar kom í ljós paradís,
sandi lögð,
þá dýfu við tókum
í annarlegri hugsun
sem hittist í miðjunni.

Glaðlegar aðgerðir
fleyta öllum hópnum
og sáttur í syndinni
svamla ég óhirtur.

Þetta var kannski
óljós minning
en ég man það sem þarf.

Ótitlað
Forðum okkur því
nú er lag að leika
ég gæti alveg sýnt
tvo heima.

Forðum þá ég lifði
aðeins í öðrum
en nú til dags
þykir það ekki
ungum manni sæma
og undarlegt sem allt til
jarðar fellur,
það hverfur.

Einmannaleikinn bítur mig ofurlétt þessa dagana
og stundum vil aðeins ofan í litla holu skríða
og þar gista.
Þetta er ekki ljóð heldur hugarangur.

Orð dagsins er: Tunglstígvél(Moonstepmachine)

Tango ´till they´re sore.

3 Comments:

  • At 5:17 AM, Blogger malva said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 5:27 AM, Blogger malva said…

    Flottir moonboots! :)

    ...og godir ad vera í thegar veturinn er ad nálgast. Thad er kalt í Berlin í dag, og ég nenni ekki ad fara út. Bah.

     
  • At 11:00 AM, Blogger malva said…

    You not blogging long time!

     

Post a Comment

<< Home