Umfram allt og ekkert

Thursday, July 20, 2006

Sný bráðum aftur, mitt eðlilega líf

Á morgun mun ég taka lest til Köben og um
klukkan nákvæmlega 22:45 mun ég yfirgefa
sumarfrí mitt og snúa til þess að hefja aftur
hina venjulega hringrás.
Er feginn að fá helgina til að melta þetta allt.

Fer í fimmtugs afmæli til Rebekku(laugardag)
sem er að vinna með mér og býst alveg við því
að verða óhemju drukkinn einsog manni einum
er lagið enda nýkominn með tollvarning.

Hef ákveðið að vera meira virkur á listræna sviðinu
og taka upp strigana mína og olíuliti.
Ætla líka að byrja að skrifa meira en ljóð og er ég
skrifa þetta sé ég svolítið eftir að hafa eyðilagt
nánast allt það gamla sem ég hafði skrifað.
(Á það til að ritskoða sjálfan mig um of).
(Sem er slæmt!).

Í Dada almanakinu er tilvitnun sem segir að ef maður
sættir sig við eigin geðveiki mun sú hugsun um að
verða heill á geði hljóma sem geðveiki.
Man að ég fann sjálfan mig í þessu.
Dada er ekki neitt, Dada er allt.
Dada er lífið, Dada er dauðinn.
Umfram allt er finnst mér þetta bara skemmtilegt hugarfar.
Hef fyrir löngu vitað hvað ég er geðveikur.
Um að gera að njóta þess.
Þarf að eignast bókina svo ég geti klárað hana.

Er að hugsa mikið um hana og það er að gera
útaf við mig oft á tíðum.
Var búinn að lofa sjálfum mér að detta ekki í
svona hrifningu en maður ræður þessu víst ekki.

Ætluðum allir bræðurnir að fara á heljarins fyllerí
en svo sofnaði sá elsti og allt áfengi læst útí bíl.
Las þá bara allt bloggið sem Malva(æðislegt) hefur gert
og borðaði smá af íslensku nammi.
Skrifaði svo þessar hugsanir á blað og geispaði.

Orð dagsins er: Hafgola

Góð er nóttin, börnin rólyndu sofa.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home