Umfram allt og ekkert

Wednesday, June 14, 2006

Lífið gerist hratt

Er nú á síðustu vinnuviku fyrir sumarfrí og gæti ælt af
spenningi. Langar að kíkja á Planet K um helgina.

HM byrjað og seðjar það hungraðan mig.

Annars er það helst að frétta að ég er búinn að kaupa miða
til Danmerkur og fer síðan þaðan ti Sverige til brósa mins.
Löngu búinn að missa alla glóru í kollinum.

Las að offita sé útbreiddara vandamál en hungursneyð.
En ein ástæða þess að ég trúi því að heimurinn sé á hraðri
leið til glötunnar.

Las líka að vélmenni með gervigreind muni um árið 2050
vinna mannkynið í knattspyrnuleik.
Sér enginn hvert þetta stefnir.....þetta verður ekkert bara
knattspyrnuleikur....er skíthræddur við gervigreind.

Er búinn að vera lesa Dagbók Önnu Frank og er hún ansi góð
og raunsæ þó svo ég viti ekkert hvað af henni sé raunveruleiki
og hvað ekki, en mjög fín.

Dyrnar
Lokin eru svo nálæg
að hræðslan einkennir
húð þína.

Ég er smeykur um að
lifa aðeins of stutt
og hugsa hvort ég hafi
ekki átt að veita þér
stroku svo þú hættir
að skelfa svona.

Drep hugsunina í fæðingu
því dyrnar opnast og veita
bjarta undankomuleið
sem engin sem andann
dregur þarf að skammast sín fyrir.

Kveð ekki heldur
segji sæl að nýju.

Hlustandi á Thelonious Monk, Call him Mr.Kid
Janis Joplin og Timi Yuro þessa dagana.

Malva, fyrirgefðu nöldrið í mér! :)

Verum góð.

1 Comments:

  • At 8:15 AM, Blogger malva said…

    Hurru! Hvenaer aetlardu ad fara til Svithjódar? Og hvert, til Gautaborgar? Láttu mig vita.

    45C í sólinni í dag ;)

     

Post a Comment

<< Home