Umfram allt og ekkert

Sunday, May 28, 2006

Óvissuferð og önnur óvissa

Helgin var barasta fín. Fór í óvissuferð með vinnunni
og var farið í keilu þar sem kvikindið var efst með
68 stig eftir 5 umferðir(gátum ekki klárað þar sem við
mættum of seint). Þaðan var tekin rúta sem fór með
okkur á Sandgerði og þar vorum við að læra magadans
og fórum í traustleiki sem ég nenni ekki að útskýra.
Enduðum síðan á Ruby Tuesday þar sem borðaður
var ekkert svo góður hamborgari. Svo var það partý
og bærinn og gerðist margt sem betur hefði ekki gerst.

Malva fór seint á laugardagskveldi og fórum við á Kaffibarinn
og gátum dansað aðeins áður en hún kvaddi.
Á eftir að sakna hennar.
Og síðan endaði ég á Dillon og Celtic með Braga og Co.
Gaman að sjá Bragann aftur.

Tónar heimsins eru góðir
hugblær vitsmuna
sem þykir sæma
á góðum degi.

Söngraddir þeirra sem
djúpt í huga mér
og næst voru.

Ég hef sopið gulldrykk
tónaflóðsins og skrítið
sem það felur í sér
þá er þetta sú ró
sem næst með hljóði.

Annars er maður bara sultugóður þrátt
fyrir vinaleysi, ástleysi og peningaleysi
og hlakka bara til að fara í vinnuna.

Þarf að redda mér hest. Adieu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home