Umfram allt og ekkert

Monday, June 05, 2006

R.vík Tropic Festival (Sumar og lítil sól)

Á föstudeginum fór ég fyrst á Hjálmar og þar á eftir
tók við hin magnaða Ladytron við og var geðveik.
DJ Buckmeister spilaði milli atriða.
Síðan eftir Ladytron voru Apparat Orgel Quartett
og voru þeir dansins virði.
Eftir tónleikana rændi vinkona mín bol(að minni beiðn)
og pissaði í Ráðhústjörnina(að minni beiðn líka).
Síðan var það Dillon, Barinn(gamli 22) og svo Celtic.

Laugardagurinn var rólegur, fór bara á Supergrass(sem voru
geðveikir) og kíkti aðeins í bæinn og síðan heim.
Soldið þunnur frá því á föstudag.

A sunnudeginum var geggjað, kom þegar Kid Carpet var að spila
og var hann ansi þéttur. Skakkamanage stigu næstir og voru með
fallega og rólyndis tónlist. Dr.Spock voru næstir og voru ruglaðir.
Þar næst voru þessar æðislegu píur úr ESG, þvílík upplifun!!.
Verð að sjá þær aftur. Kallaði á mikinn dans og nokkur símtöl til Boz.
Þar næst voru Sleater Kinney og voru þær ansi góðar og þá
sérstaklega trommarinn sem tók magnað munnhörpusóló í öllu ruglinu.
Síðan komu Trabant og glys og gaman þó ég hafi ekki klárað þeirra atriði
enda löngu búinn að fá minn skammt af glæsilegri tónlist um helgina.

Niðurstaðan er sú að ég er heilum 46% glaðari en venjulega.

Words of no name
I met this girl
who I already knew
swept my little existence
from the grassroots
painted my feeling
gentlehard
and gave life
to this empty canvas.

Orð dagsins er: Söknuður.

Hlustandi á Rain dogs með Tom Waites og
best of Patsy Cline ......clap hands!!.

Góða nótt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home