Umfram allt og ekkert

Thursday, July 13, 2006

Hér er ég!!

Er búinn að vera í ótrúlega góðu flippi
í Danmörkinni og búinn að dvelja mestan
minn tíma á Íslandsbryggju.
Fórum á Hjálmar í Christiania er við komum
og hittum fullt af Íslendingum sem maður
þekkti mismikið.
Fór einn á fyllerí á laugardeginum og endaði
klukkan 5:30 á Íslandsbryggju(einn á ferð)
og hoppaði útí er sólin var að koma og sofnaði
svo til hádegis og skaðbrenndi mig. Sem betur
fer flagnaði ég ekki fyrr en komið var til Svíþjóðar
í chillið(Patrick Bateman atriði í gangi).
Allt í allt mjög skemmtilegt.

Þakka þér það sem liðið er,
er þetta ekki bara rjóðramistur
í augum mínum?
Er ég hér með þér?
Eða erum við bara að reyna?
Við skulum emja!.


Þegar ég ætlaði að fara til Svíþjóðar tók
maður auðvitað vitlausa lest og endaði
í Lund(sem er fínn staður) og eyddi þar
af leiðandi slatta af þeim litla pening
sem maður á. Annars vaknaði ég í dag
og fór í Kungsmasse sem er kringlan
hér í Varberg. Fór með litla bróður(stóri
var í vinnunni), Örnu, Tengdóbrósa og
Hildi Þórey sem er engillinn minn og
dóttir stóra brósa. Gæti borðað hana
með smjöri.

Hér mun oss breiða
út vængjunum
hér er allt önnur sál
sem þú knýrð,
leikvöllur lífs þíns
í margföldu veldi
ánægja skurðuð við
afmörkuð hylki
sem halda í þessa
tjáningu stundarinnar.

Nú ætlar maður bara að kíkja í smá
körfubolta með brósum tveim.

Hlustandi á Megas, Nick Cave
og Simon&Garfunkel.

Bið góð öfl að strjúka kinn ykkar.
Kveðja frá útlöndum.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home