Fyrsta ástin
Fyrsta stúlka sem ég var skotinn í
birtist í sjónvarpinu þegar ég var
á milli nýjunda vetra og tíunda gamall.
Þá sýndi stöð2 myndina Karen Carpenter story
og féll ég flatur fyrir fegurð Cynthiu Gibb sem lék
hana og dýrkaði ég svo tónlist Carpenters. Svo er ég sá
Karen Carpenter sjálfa varð ég(að ég held) ástfanginn
í fyrsta sinn. Síðan þegar ég horfi nú til nútímans hef
ég gerst svo glöggur að uppgötva að nánast allar stúlkur
sem ég hef orðinn hrifinn af(eða er hrifinn af) hafa
skartað dökku hári líkt og Karen Carpenter.
Er þetta ógeðslega skrítið eða bara merkileg tilviljun?.
Annars var helgin fín, gat boðið vini í mat, sælgæti og
sjónvarpsgláp og haft það fínt. Horfðum á Donnie Brasco
sem er mögnuð mynd.
Á sunnudeginum fór ég á Miklatún og horfði á Sigurrós
í frábæru veðri. Kom aðeins of seint og þeir voru byrjaðir
að spila og er ég nálgaðist fann ég fyrir smá ró innra með mér.
Eitthvað við tóna þeirra sem senda mann annað.
Stúlka sagðist elska mig og ég gat ekki sagt við hana
til baka að ég elskaði hana. Ekkert þægilegt(á báða vegu).
Þykir samt vænt um hana(ef það skiptir einhverju).
Orð dagsins er: Skúmaskot.
Leggst svo hugur til rekkju.
birtist í sjónvarpinu þegar ég var
á milli nýjunda vetra og tíunda gamall.
Þá sýndi stöð2 myndina Karen Carpenter story
og féll ég flatur fyrir fegurð Cynthiu Gibb sem lék
hana og dýrkaði ég svo tónlist Carpenters. Svo er ég sá
Karen Carpenter sjálfa varð ég(að ég held) ástfanginn
í fyrsta sinn. Síðan þegar ég horfi nú til nútímans hef
ég gerst svo glöggur að uppgötva að nánast allar stúlkur
sem ég hef orðinn hrifinn af(eða er hrifinn af) hafa
skartað dökku hári líkt og Karen Carpenter.
Er þetta ógeðslega skrítið eða bara merkileg tilviljun?.
Annars var helgin fín, gat boðið vini í mat, sælgæti og
sjónvarpsgláp og haft það fínt. Horfðum á Donnie Brasco
sem er mögnuð mynd.
Á sunnudeginum fór ég á Miklatún og horfði á Sigurrós
í frábæru veðri. Kom aðeins of seint og þeir voru byrjaðir
að spila og er ég nálgaðist fann ég fyrir smá ró innra með mér.
Eitthvað við tóna þeirra sem senda mann annað.
Stúlka sagðist elska mig og ég gat ekki sagt við hana
til baka að ég elskaði hana. Ekkert þægilegt(á báða vegu).
Þykir samt vænt um hana(ef það skiptir einhverju).
Orð dagsins er: Skúmaskot.
Leggst svo hugur til rekkju.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home