Umfram allt og ekkert

Monday, August 14, 2006

Vinur á leiðinni.

Þann 17.ágúst sem er löglegur afmælisdagur eldri bróður míns
mun Anke stíga á land og gista á Íslandi í um eina viku og get ég
sagt með sanni að það verður ansi skrítið að sjá hana.
Sérstaklega í ljósi þess að hún sagði mér upp(nánast) með bréfi
og hringdi daginn eftir og bað mig um að hitta sig áLækjartorgi
í mígandi rigningu og staðfesti uppsögn mína.
Ekki það að ég erfi það eitthvað, bara svolítið furðulegt að hugsa til
baka og muna þennan dag. En alltaf gott þegar fólk getur haldið
áfram að vera vinir eftir sambandsslit( sama hversu stutt/löng þau eru).

Dauðinn strauk mína vanga
og ég strauk hans til baka
ég horfði í augun hans tóm
sem sögðust sálu mína eiga
en ég bað hann um að bíða
ég stúlku þessa enn unni.

Dauðinn sat með grátkverk
í tómum augum
skilur ekki að ástin
bugar hans líka.

Snerti hennar hörund
slétt eins og silki
og þá ég fann til
með dauðanum
því ég elskaði.


Fékk tiltal í vinnunni um að vera betri fyrirmynd og mæta á réttum
tíma svona annað slagið. Þrátt fyrir að vera í miklum metum þarna
þá er alltaf leiðinlegt að hafa þetta á bakinu.

Hef svo sem ekkert mikið meira að segja en ætla að birta textabrot
sem heillaði mig yndislega og fékk mig til að hugsa um lestarferð
sem mig langaði ekkert til að fara í á sínum tíma og vildi að ég
hefði aldrei þurft að taka.

They say if you get far enough away
you'll be on your way back home
Well, I'm at the station, and I can't get on the train
Tom Waites, Blind love

Lax.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home