Umfram allt og ekkert

Sunday, September 10, 2006

Að segja bara til þess að segja.

Hef ekki svo sem mikið að segja. Get með sanni sagt að
lífið fari á ofur eðlilegum hraða og ekki mikið sem ég þarf
hugsa til framtíðar með. Einhver sagði að ég væri hættur
að blogga og þá ákvað ég að gera eitthvað í því. Ofur einfalt.

En ég get sagt að þessa dagana er mig að dreyma um jakka
sem ég sá í Elvisbúðinni og dauðlangar í. Mig langar ennþá
mjög svo mikið í moonboots.....það er á hreinu!.
Ætla að elda mér pizzu á eftir...það er á hreinu!.
Vantar líka nýja skó.
Ég fór á vinnudjamm á föstudaginn og það var ágætt.
Endaði aðeins of fullur einsog venjan oft er og var þar
af leiðandi í letikasti á laugardaginn. Gekk ekki í
Gengið til góðs göngunni(sofið til góðs gangan væri betra!).

Byrjaður að lesa Hús andanna(Isabel Allende) o9g lofar hún bara góðu.
Ætla mér svo að lesa Canterbury tales eftir Chaucer. Aðallega af því
að hún kom í myndinni Seven. Las reyndar Inferno(Dante) og
Paradise lost(Milton) útaf því að þær voru nefndar í þeirri mynd.
Fuckin' Dante... poetry-writing faggot! Var ekkert svo hrifin sjálfur!.
En allt í lagi lesning.

Sofna nú á kvöldin með vinkonu minni Amovain(eða heitir hún Emovane?).
Man ekki.....skiptir ekki máli.

Nenni ei meir.

Orð dagsins er: Sefjun.

3faldur Bailey´s.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home