Umfram allt og ekkert

Sunday, October 15, 2006

Skemmtilegt eirðarleysi,sígaunajazz og svo þessi hugsun sem læðist að mér


Helgin hefur verið í mesta lagi fín. Hef faðmað að mér kodda
hússins og sjaldan nennt jafnmikið að dekra við kisuna sem
á herðum mínum hvílir. Gaf drottningunni fisk og hvaðeina.

Horfði á Sweet and lowdown e.Woody Allen og er hún ótrúlega
skemmtileg. Sérvitur gítaristi með mikilmennsku og ofurdýrkun/ofurhræðslu gagnvart Django Reinhardt.

Styttist í Airwaves og komu Boz og verður fjör í belgnum þegar kallinn mætir.
Allt fyrir komandi blóm
Villtu blómin seint
til drauma teygjast,
viltu ekki þann
ilminn finna?.

Sópuð eru fræ
til úrgangsvinnslu
nýrrar kynslóðar,
óhappalýður sem
stígur í drullubeðið
sem við ónýtu rósir
í vöðluðum vendi
höfum stigið fyrir
þau til að sökkva
í.

Mér haldast engin bönd í hugarró og þetta skrítna líf heldur áfram.
Og ég er orðinn hræddur við það hvað ég er orðinn gleyminn.

Orð dagsins er: Glymur

segji já við Vodka;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home