Umfram allt og ekkert

Sunday, October 08, 2006

Í styttra máli, því annars mistekst það!

Var búinn að gera svaka pistil hér um daginn sem síðan fór
allur til helvítis því hinn rafræni heimur hatar mig.
En hér eru málsefnin í stuttu máli.

1.Hættum að sökkva landinu
2.Borgum þeim sem hafa áhuga á að vinna við umönnunarvinnu
sæmileg laun. Kemur best út fyrir alla, sérstaklega þjónustuþegana.
3.Hættum að eyða pening í vegaframkvæmdir sem allir kvarta
svo bara yfir.
4.Látum þessa moldríku þingmenn borga sínar eigin ferðir þegar þeir
eru í erindagjörðum. Bara leigubílakostnaður þingmanna er 600þús
á dag. Alveg ótrúlegt bruðl.

Ætla að byrja að lesa Hamskiptin e.Kafka af því að ég sá að það er verið
að fara setja upp leikrit eftir verkinu. Ekki það að ég ætli á verkið heldur
fékk ég líka spurningu um hann í Trivial og fannst þá ígrip Kafka í lífi mínu
verðskulda það að ég lesi nú bókina sem ég tók á leigu og er örugglega
komin í skuld. Hann er tékkneskur....ég hélt þýskur.

Orð dagsins er: Glundroði(og ef það orð hefur verið orð dagsins áður
þá er það svo sannarlega glundroði).

4-0

1 Comments:

  • At 9:42 AM, Blogger malva said…

    Ég byrjadi ad lesa Fávitann eftir Dostojevksij í gaer, bara af thví ad hún er gód og ég ekki er nógu gód í íslensku. Ekki ennthá.

    (byrjadi líka ad thýda kvaedi, en thad var nú... ach. I'll tell you when i am ready. Not yet)

     

Post a Comment

<< Home