Umfram allt og ekkert

Saturday, October 28, 2006

Lítil frænka, postmortem Airwaves ´06.


Eftir að hafa jafnað mig af þeim veikindum sem hindruðu för mína
á Airwaves og afmælisveisla þar sem lítil stúlka drukknaði nær í
sjó af gjöfum þá hef ég aðeins verið að vinna og taka því rólega.
Margt nýtt og spennandi að gerast í vinnunni og lífið sjaldan verið
jafn ljúft og lygnt, þó það kraumi nú alltaf smá öldugangur samt
sem áður:) .

Fór að rifja upp gömul kynni af vini mínum, honum

Aphex Twin, og komst ég að því að ég hef ekki svo mikið sem keypt mér einn disk

sem hefur verið gefinn út hjá Warp eða Rephlex(útgáfufyrirtæki í eigu Aphex) í

heillanga tíð. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er diskur sem ég fékk að

gjöf sem heitir Flyin´lo-fi og er með J.P. Buckle og var gefinn út ´98 hjá Rephlex.

Það var án efa einn besti diskur sem ég heyrði það árið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home