Umfram allt og ekkert

Friday, December 29, 2006

Allra dagaskítur

Föstudagur, ég ákveð að fara ekki út þrátt fyrir að hafa séð fyrir mér
yndislegt djamm meðal heiðinna jafnt sem kristinna manna og sit og hlusta á
John Lee Hooker og er á leið á sóðabar í hverfinu aðeins til þess að vera meðal
einhverrar lífveru sem getur talað tungum tveim því allar mínar aðferðir til
að hefja samræður við köttinn hafa lítil áhrif.

Er drukkinn því vínandi hefur áhrif!

Var sakaður um bókasafnsbókarstuld(er þetta nýyrði?)af bróður mínum eldri
og bróðir minn eldri, til þín ég segji: Ég beið og beið og beið því áður hef ég sagt
af bókastuld í forn minni og heitið hef að aldrei stela kilju again.
Bókin var ætluð mér og staðreyndin að jafnvel þú hafir ætlað þér að lesa hana
gerir þetta bara að meira undri(svo maður sletti nú andlegu yfir crowd-ið).
E ha egggi.

Elska blómin sem springa!! :)

Skyn
Prinsessa, horfðu í átt hérna
Ég vil hjartaþykkni þitt
blandað í takt,
trompet sem öskrar
mig lífi.

Sjá mig ljóma
fiðlur sem heimshvolfin hreyfa
og byggja mig orku að innan,
vina mín, horfðu í áttina hingað
hér verðum við og sönglum
fljótum á vatni og draumum
hleypum ástinni að
til að klekkja á myrkrum,
nístandi sársaukinn
við loksins skiljum
komdu ástin,
finndu með mér skynjun.
Skrifað fyrir langalöngu í forn minni

Orð dagsins er: Gullöld

Hæ kisa!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home