Umfram allt og ekkert

Wednesday, February 21, 2007

Ja hérna nú, syngja elsku englar

Eftir ótrúlega fallega jarðarför afa míns og vel heppnaðann fund útaf vinnunni
deginum eftir var kíkt á smá skrall með guðunum. Það var forvitnilegt allt.

Er að fara fikta við að búa til tónlist. Fæ forrit frá Ernie Hjartars. Hlakka til.

Ljóð til þín
Ég hvíslaði að ljósglærunni
að færast mér og
nærgöngul verða því ég
trúi á tilveru þína þar.

Allir þræðir munu
raða brotunum saman
það er svo huggandi
að sjá þig labba
úr ljósinu og loks
finn ég fyrir nærveru þinni.

Sá uppáhalds bók mína, A Scanner darkly eftir Philip K. Dick, yfirfærða
á hvíta tjaldið og verð ég að segja að ég var rosalega ánægður með útkomuna.
Ótrúlega flott mynd þar sem margir nettir leikarar fara á kostum. Must see mynd!!

Ég hef lítið meira að segja,
Þykir vænt um ykkur öll!

Orð dagsins er: Samfarir

Nóttin telur sekúndurnar

0 Comments:

Post a Comment

<< Home