Umfram allt og ekkert

Thursday, January 25, 2007

Að segja frá slæmu

Sagði vinkonu minni frá slæmri og óafsakanlegri hegðun úr lífi mínu
og get ég með sanni sagt að það var ansi óþægilegt. Sem er gott því
það vonandi kennir manni. Auðvitað hefði ég alveg getað sleppt því
að ausa á hana sannleikann en samtalið sem við áttum bauð bara uppá
það að segja satt eða einfaldlega ljúga, sem er ekki það sem maður vill.
Það er sagt að sannleikurinn geri mann frjálsan en ég veit það ekki,
hann frekar gerir mann meðvitaðann um að maður er vís til að gera hluti
sem áður þóttu ómögulegir.

Þetta ljóð samdi ég eftir að hafa verið ósamkvæmur sjálfum mér.
Ótitlað
Ég er ófreskja,heigull
smitberi hins illa mér
til nautnar
en þó eftir verkið minnugur,
samviskan öskraði
í skyldu sinni
að ég lítið hafi
verið gæfur
og sálin sem ég veit ei
hvort við yfir höfuð
búum yfir
virtist minnka
um talsverð númer.

Orð dagsins er: Eldtungur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home