Umfram allt og ekkert

Thursday, January 18, 2007

Hvað nú??

Síðustu dagar hafa án vafa verið mjög undarlegar svo meira sé sagt.
Eiginlega má segja að endirinn á síðasta ári hafi verið ansi skrautlegur
og byrjun þessa árs ansi glötuð . Hvað nú?? Atvinnulaus og í blóma lífsins,
sultarólin þrengd til hins ýtrasta,ofsóttur á dögum Pontíusar Pílatus......
nei nei, þetta er kannski fulllangt gengið en svo ég vitni nú í hann
Homer vin minn: I haven´t got a job in this world.
Það eina sem ég sé kannski bjart við
þetta allt er að kannski mun þetta flýta fyrir för minni til Svíþjóðar
að hitta bróður minn og familia(söknuður,söknuður,söknuður).

Lenti í þeirri skemmtilegu reynslu að margt af því sem ég ritað hef
hvarf af yfirborði jarðar og virðist tröllum gefið.
Það sýgur massann mikla!!

Lífið er samt ekkert eintómt volæði, það birtir ávallt til hjá manni
og þar sem maður trúir því að hlutirnir gerist ekki bara, heldur búi
eitthvað meira á bakvið þetta allt saman, þá vona ég bara allt hið besta.


Einsog þið sáuð síðast þá náði ég að hlekkja einhvern í fyrsta
skipti hérna á þessu bloggi og vona ég að manneskjan hafi notið
góðs af því og erfi það ei við mig að hafa gert það án leyfis.

Orð dagsins er: Samba

Sósur

1 Comments:

  • At 1:06 PM, Blogger malva said…

    Komdu aftur og kláradu dadabókina! Lífid mitt í Svithjód er ofsalega Gudnilaust og vid verdum ad fara í raudvínsfulleri og reykja vindlar brádum! :D

     

Post a Comment

<< Home