Umfram allt og ekkert

Tuesday, March 06, 2007

Jeg ar her í Svedens, ja!!

Eftir að hafa unnið af mér skrattann vakti ég þangað til
ég fór í flugið og gat sofnað í fluginu liggjandi þvert yfir
þrjú sæti. Ekkert var kvartað undan því en þegar ég var
með of mikinn vökva á mér þá ætlaði allt vitlaust að verða.

Lenti á Kastrup og keypti mér miða til Landskrona og gekk
ferðin áfallalaust þótt ótrúlegt sé. Fór framhjá Lund sem ég
villtist til í minni síðustu ferð til bróður míns.
Er búinn að baða mig í ánægju yfir að hitta litlu frænkur og
þetta fólk sem gat þeirra.

Vinkona mín sem er sænsk að fullu fór til Íslands sama dag
og ég til Svíþjóðar. Eins gott að ég ákvað að sleppa surprise-komu
minni, það hefði verið frekar glatað:)

Ástin
Fegurðin slær einsog bylur,
laufin mynda mynstur sem
í fljótu bragði
leyfa mér að ætla að ég sé ekki
með allt á hreinu í kollinum.
Ég engist um á gólfinu og
í vitfirru finn að tárin eru
sölt á bragðið.
Ástin er vinkona
sem ég hefði alveg getað
afborið að kynnast ekki.
Ástin er vinkona sú sem
hefur samt mótað þennan
ylfing að því sem hann er
í dag og verður áfram.

Orð dagsins er: Heilög

Nepja

0 Comments:

Post a Comment

<< Home