Umfram allt og ekkert

Monday, March 12, 2007

Svíþjóð er æði en Danmörk svo nærri.....

Nú þegar helvítis Þorskurinn hefur alið beljuna hér
í Svíaríki í nokkra daga er mann samt alveg farið að
klæja í iljunum yfir að vera fara til Danmerkur og
hitta Boz og Óla þar. Það verður eitthvað skrautlegt
í meira lagi.

Fór á æfingu með Sibba og stóð mig alveg þokkalega
vel. Hitti úr flestum skotum utan af velli en þegar kom
að því að skora undir körfunni var maður alger sulta.
Þar af leiðandi tók maður bara skotin fyrir utan.
Skandinavía(ég, Sibbi bró og e-h Svíi) unnum Bosníu
rasistana 11-8. Fer aftur á morgun og verður fínt að geta
hreyft sig aðeins fyrir ruglið í Danaveldi :)

Sá Capote núna í kvöld og get alveg mælt með henni,
Hoffman er náttúrulega bara snilldar leikari.

Hef þetta ekki lengra núna.

Orð dagsins er: Eftirvænting

Casa nostra

0 Comments:

Post a Comment

<< Home