Umfram allt og ekkert

Friday, March 23, 2007

Til vinnu tilbúinn

Nú þegar maður hefur komist heilu og höldnu
hingað til Svíþjóðar þá fer maður að koma sér í
þann gírinn að fara flytja sem er eitthvað það
leiðinlegasta sem ég geri, fyrir utan það að
flysja kartöflur. Annars verður þetta bara massað.

Þetta ljóð orti ég á leiðinni yfir til Svíþjóðar
Ótitlað
Óbyggðir sálar minnar
flykkjast hægt
með straumnum og
með flóðbylgjunni
fylgir eyðileggingin þú.

Ég reyni að synda
aftur á yfirborðið
en drukkna að eilífu
án þess að deyja.

Í Danmörku var fjör, kom á föstudegi og spiluðum við pool
og sötruðum smá en aðal ruglið var á laugardeginum sem var
Saint Patricks day. Byrjuðum kl:2 og á Bloombar og vorum þar
til að verða 2 um nóttu en þá var farið á Basement sem var frekar
glatað dæmi. Fórum síðan heim og héldum áfram að drekka og
uppgötvaði ég svo daginn eftir að ég hafði í raun aldrei verið þunnur
fyrr en á sunnudaginn. Síðan var restin af ferðinni soldið svona í
anda Cheech&Chong eiginlega. Góðir hestar þar á ferð:)

Orð dagsins er: Innilokunarkennd

U-hu

0 Comments:

Post a Comment

<< Home