Umfram allt og ekkert

Thursday, July 19, 2007

Ekki!!

Blóðhamar, exi, ritningin, brauðhleifur, andarungar, blöðrur,
ljósapera, pera, Bubbi Morthens, stjörnur, trúvillur, bölsýni
og berggrýti voru meðal hluta sem ég hugsaði ekkert um í dag.

Hugsaði annars ansi mikið um tölvuna, stelpurnar, stuttbuxur,
brjóstsykur, hundinn(kem að honum seinna), launin og ísósur.

Hundurinn Lúkas fannst lifandi í eðli sínu einhversstaðar hverjum
er ekki sama og greyið sem var blóðgaður í orðum liggur eftir á
vellinum og engin aukaspyrna.
Sjálfur er ég á þeirri hugsun að það ætti að leyfa þeim úthúðaða
að veitast að skepnunni og leika listir á hann með frjálsri aðferð.

Er að gera usla í vinnunni að því er virðist og hef alveg hreina
samvisku........það er langt síðan skussinn ég hef haft svona svakalega
rétt fyrir mér:)

Orð dagsins er: Réttlát

Setning dagsins er: Hvur bombar í magann minn??

Beba Sprite

2 Comments:

  • At 3:08 PM, Blogger Unknown said…

    Ætlaði bara að kasta á þig kveðju
    og segja þér að halda áfram að blogga.

    Sibbi bró

     
  • At 2:50 AM, Blogger malva said…

    Einmitt!

    Ég er alltaf ad lesa bloggid thitt, en ég skildi ekki alveg thetta Lúkas-dótid. Er hann alvöru hundur?

     

Post a Comment

<< Home