Umfram allt og ekkert

Tuesday, April 10, 2007

Anti-social dagar

Einskær leti inná milli mikillar vinnu, slatta af leiðindum,tannpínu
sem reyndist vera sýking í og almennt leiðinlegt veðurfar hafa
gert mig að anti-social dreng litlum. Þetta stefnir samt á að verða
fyrsti pensilínkúrinn minn þar sem ég drekk ekki dropa af öli og
hálf eyðilegg hann ekki. Give the man a prize!!

Annars var ég nú að koma til landsins og hef ekkert bloggað síðan
en þegar ég hef orku og er ekki að skrifa kl......3:38 þá kemur ein
mesta hrakfallasaga af stóra bróður á síðasta degi flutninga frá Svíþjóð.
Sagan inniheldur meðal annars: Olíu,vonleysi og mig sem hafði litlu að
tapa og fékk nánast að vera áhorfandi að þessari snilld.

Lag sem ég er að hlusta á: This place is dead með Drew Pilgram(tékkið á myspace!!)
Lag sem ég vildi líka hlusta á: Need your love so bad með Fleetwood Mac(diskurinn týndist)

Í Lúkasarbréfi(24:13-51) er Jesús að sýna af sér hálf dónalega hegðun:
Kristur dylst þeim, hverfur, birtist aftur út úr engu, ávítar þá, kvöldverður snæddur.
Það hefði toppað allt ef síðan hefði komið:
Svo ávítaði hann þá aftur,gerði grín að þeim og sofnaði.
Þarna var Jessi náttúrulega löngu byrjaður að geta breytt vatninu þannig
að hann var örugglega bara drukkinn:)

Ljóðið um sultur
Sultur er ekki bara að vera
svangur
heldur líka sulta
í fleirtölu.

Orð dagsins er: Löngun

Góða dreymleið

0 Comments:

Post a Comment

<< Home