Umfram allt og ekkert

Sunday, March 25, 2007

Klámið

Nú á dögum er allt að verða vitlaust útaf klámvæðingunni
sem tröllríður yfir landið og eru ákveðin "kvikindi" í þjóðfélaginu
sem mega ekki sjá konu beygja sig á síðum blaða og þá er það
orðið að klámi.
Ég vil bara spyrja hvort það sé ekki eitthvað mikið að þeim sjá
sjá nánast klám útúr hverju sem er. Þegar þetta er orðið svo
svæsið að maður má ekki sleikja ísinn sinn vitlaust þá finnst
manni umræðan orðin ansi skrítin og maður hættir að taka
mark á henni. Einhvers staðar las ég í viðtali að það eina sem teldist
ekki klám hjá þessum "kvikindum" varðandi samfarir væri sú
eiturhressa stelling trúboðinn. Mikil ósköp hlýtur maður að vera
sjúkur í kollinum!! Maður er bara perradjöfull og hvaðeina.
Held að það sé ekkert skemmtilegra við kynlíf og samskipti kynjanna
þegar sú ákvörðun er tekin að prófa eitthvað nýtt sem maður hefur
ekki prófað ennþá. Þar tvinnast saman sameiginlegur áhugi,forvitni,
tilhlökkun og oft á tíðum mikil gleði, hvort sem það er gleði yfir að
hafa uppgötvað eitthvað nýtt eða einfaldlega gleði að geta hlegið að
hvort öðru fyrir að halda að maður gæti virkilega gert þetta svona vertical
og uppá eldhúsborði á sama tíma.
Ég er einn af þeim sem var kominn langt yfir tvítugt þegar ég loks
stundaði þá yndis iðju sem kynlíf er og ég get sagt fyrir minn smekk
að hefði ég ekki haft klám á þeim tíma hefði ég endanlega farið yfir um.

Auðvitað eru til myrkar hliðar á þessu öllu og sumt klám er svo langt frá því
að vera fallegt að manni stendur ekki á sama en það á líka við um allt!!
Það er engin lausn á leiðinni varðandi neitt af því sem er að í þessum heimi,
það verður hungursneyð,fátækt,stríð,morð og alls kyns óþverri sem mun
þrífast hérna á Hótel Jörð alveg þangað til þú,ég og allir aðrir lifa sinn
hinsta dag. Þar af leiðandi skil ég ekki allt þetta rugl varðandi klám.
Kannski er ég bara að skrifa í kynlífsgremju og hef ekki neitt rétt fyrir mér.
Veit það ekki. Nenni þessari færslu ekki lengur, vonandi var þó eitthvað
vit í henni.

Orð dagsins er: Samsuða

Njótum þess líkt og minkur myndi gjöra

0 Comments:

Post a Comment

<< Home