Umfram allt og ekkert

Saturday, March 24, 2007

Hárið

Það er ótrúlegt þegar maður fær hugmyndir sem einfaldlega
vilja ekki úr hausnum fara. Þegar ég var á leið útí sjoppu í gær
laust niður þessari sterkri þörf til að klippa á mér hárið og
tilfinningin og þörfin hefur bara magnast ef eitthvað er
nú þegar ég er vaknaður. Einhvern tímann sagði ég að þegar
að því kæmi að klippa hárið stutt myndi ég einfaldlega snoða mig.
En núna vill ég bara fá einhverja fína klippingu.
Ég hef aldrei viljað hafa lengra hár en niður á axlir þannig að ég hef
svosem ekkert meira að keppa að.
Í gegnum tíðina hef ég verið frekar hændur að hárinu mínu
og þar af leiðandi kemur þessi skyndilega þörf einsog þruma úr
barmamiklu brjósti, en ég fæ svona: "Ég verð ei frjáls fyrr en hárið
fýkur" tilfinningu. Er ég kannski bara skrítinn?
Heil færsla bara um hár.........

Orð dagsins er: Málamiðlun

Fjúk burt, þá rós lifir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home