Umfram allt og ekkert

Thursday, May 03, 2007

Langt síðan!!

Það er langt síðan ég skrifaði síðan enda búinn að vera vinna frekar mikið
og eyði tímanum meira í að skrifa skáldskap á netinu og tala við þær fáu en
skemmtilegu sálir sem vafra á því svæði frekar en segja frá mínu
ó svo slappa lífi hérna í bloggheimum.
Annars fínt að frétta, þannig séð...bwah og ojbara. Kannski smá einangrun í
svona vinnu því eina fólkið sem ég sé eru vinnufélagar og ungmennin mín
Tæknilegt heiti þeirra er Skjólstæðingar en mig hefur alltaf fundist það
frekar kalt einhvern veginn, er bara feginn að geta skemmt þeim og fengið
útborgað fyrir það. Tel það bara mikla lukku meira segja!!

Olíufélögin segjast ekki hafa hagnast af samráðinu.... uuuhh, fyrir hvað voruð
þeir þá dæmdir!?! Helvítis hálfvitar sem ætti að brenna með eigin olíu!
Sorry, varð að hleypa smá reiði út:)

Farið fólk
Nú þegar hann er farinn
langar mig líka að fara með
því ég fann að sú jörð
sem hann gengur á nú

sé jörðin sem allir vilja ganga.

Innst inni langar mig bara að hætta að blogga, orðið frekar þreytt satt best að segja,
einsog að skrifa óhreinskilna dagbók! Frekar held ég þá bara dagbók þar sem ég get
almennilega tjáð mig...... ..allavega verða anti-social dagar út þennan mánuð:)
Ef einhver er alveg að missa sér yfir fyrirhuguðum skriflokum þá endilega skildu eftir
comment! Or put it in a song sem er það nýjasta nýtt sem ég er alltaf að segja:)

Ég get alveg sagt hreinskilningslega frá því að ég vissi ekki að í usa gæti forseti bara setið
tvö tímabil eða 8ár(fyrir þá sem eru jafnvitlausir og ég). Auðvitað eru þetta góðar fréttir
finnst mér í fyrstu því hugsunin um að ríkjandi ríkisstjórn(George B er bara leiksoppur í
þessu blessaða rugli, greyið) í bandaríkjunum fari úr embætti
er aðeins lítill sigur fyrir mannkynið en ég hef alltaf staðið fast á þeirri trú að fyrr eða síðar
muni þeir ráðast inn í Íran.
Nú er bara spurning hvort þessi fjöldamorðingjar geri ekki síðasta
atriðið sitt til að fullkomna vitleysuna hjá sér??

Orð dagsins er: Háfleygur

Setning dagsins: Sólin fer í spírallhéraskinn og syndir í áttur.

Góð sú nótt í kveðskap er

P.s. Þetta er viðbótar texti sem ég gerði eftir að hafa view-að þetta, ég setti tvö
myndbönd inn af sama laginu og kann ei að remove-a:) Þarf freka
ri sönnun á
því hversu lélegur ég er á tölvur? I dont think so!! annars syng ég þetta hátöfum
alla daga nú til dags, æðislegt lag!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home