Umfram allt og ekkert

Saturday, March 04, 2006

Countrysoul

Dagurinn í sveitinni var til fyrirmyndar og upplifði ég smæð mína til fullnustu.
Byrjaði á því að fá mér göngutúr í kolsvörtu myrkri og sá rétt nokkra sentimetra
fram fyrir mig. Sá stjörnuhaf sem drekkti mér í hugsunum.
Svo þeytti ég trompetinn einsog Mílu Dabbi á krakki og hitti hest. Var á gangi með sígarettu
í hendi og sakleysislega kláraði hana og henti á vegarkantinn.
Staldraði við og ákvað að virða móður náttúru. Fer til baka og ætla að ná í sígarettustubbinn
(í svartamyrkri) og þá liggur hún í miðjum kúaskít.
Fékk ég góða lexíu þar!!.

Ótrúlegt hvað maður heyrir í sveitinni því við kaffiborðið var talað um endaþarmsmök unglinga, óleyst morðmál í sýslunni sem var þaggað niður, hvernig best er að drepa ákveðna fuglategund sem er að ógna lundanum, Silvía Nótt, Idol, ofbeldið í heiminum , peningagræðgi, Íslandssagan, fiskisögur, fordómar og slatti af öðru.

Gaf kindunum að éta og labbaði meðfram strandsíðunni í dag og fann fönký steina.
Er á leið í heita pottinn með bjórstykki. Kannski hitti ég hest??.

Heyrumst síðar.

Thursday, March 02, 2006

DNA

Nú eru einhver öfl sem stjórna þessum raunveruleika mínum búin að
hringsnúa mér í nokkrar gráður norður og ráðist á selinn þar sem hann
er veikastur fyrir.

Er ég tilbúinn að takast á við hina miklu ábyrgð sem þarf
til að vera sniglaþjálfari?? Allah knows and Buddah cycles.

Hlustandi á Art Blakey með lagi Moanin´ kemur mér alltaf
á gott skap. Langar í grimman dans.

Segi ekki meira í dag.
Áfram DNA