Umfram allt og ekkert

Monday, January 29, 2007

Stórvirkin mörg

Í gegnum tíðina hafa menn byggt ótrúlegustu stórvirki.
Pýramídarnir og Stonehenge eru enn þann dag í dag stórt
spurningamerki og jafnvel talið að geimverur eigi þar þátt.
Effel turninn, Frelsisstyttan(sexy bitch),Sigurboginn,
Geimnálin og Aztekarnir sem byggðu neðanjarðarbyrgi
sem á sér enga hliðstæðu í þessari veröld.
Þetta eru aðeins fá dæmi um það hvað við getum verið fær.
Í dag var ég fær um að búa mér til Royal búðing með súkkulaði
og var það fær að ég notaði gervirjóma í staðinn fyrir ekta.
Svona er ég nú fær:)

Ótitlað
I met this girl
who I already knew
swept my little existence
from the grassroots
painted my feeling gentlehard
and gave life to this empty canvas.

Ótitlað
Lítur út fyrir úlf í skinni
held að hænsnunum
fiður feykist af
tunglið nálgast
svefntíma bóndans,
helöflugt ýlfrið
skekur einmana fjallið
sjórinn fylgist lítið með
enda hans hlutverk annað,
útúrsnúning hætti nú
lítill úlfur byrjar,dansar.

Orð dagsins er: Loftsteinn

Thursday, January 25, 2007

Komandi dagar......

Á föstudag er stefnt að algleymi og alls kyns vitleysu því mér
hefur verið tjáð að slappa aðeins af framyfir mánaðamót.
Þetta er allt í vinnslu, sko....... ef ég verð í góðum málum mun
ég hiklaust fara til bróður míns og hans familia seinasta lagi
eftir fyrstu helgi útborgun. Það væri frábært að geta bara byrjað
að flytja rólega með litlu prinsessurnar í nálægð og verð ég nú bara
að segja að ég yrði dauðfeginn að fá að losna frá Íslandi í örstund.
Enda er líka orðið erfitt að gera ekki neitt!!

Ætla að drulla mér í svefn, er búinn að vera troða í mig karamellu-
kleinuhringi einsog fífl og borða slattann allan af flatkökum. Mmhhh!

Orð dagsins er: Matarslagur

Dona desca þýðir ekki neitt

Að segja frá slæmu

Sagði vinkonu minni frá slæmri og óafsakanlegri hegðun úr lífi mínu
og get ég með sanni sagt að það var ansi óþægilegt. Sem er gott því
það vonandi kennir manni. Auðvitað hefði ég alveg getað sleppt því
að ausa á hana sannleikann en samtalið sem við áttum bauð bara uppá
það að segja satt eða einfaldlega ljúga, sem er ekki það sem maður vill.
Það er sagt að sannleikurinn geri mann frjálsan en ég veit það ekki,
hann frekar gerir mann meðvitaðann um að maður er vís til að gera hluti
sem áður þóttu ómögulegir.

Þetta ljóð samdi ég eftir að hafa verið ósamkvæmur sjálfum mér.
Ótitlað
Ég er ófreskja,heigull
smitberi hins illa mér
til nautnar
en þó eftir verkið minnugur,
samviskan öskraði
í skyldu sinni
að ég lítið hafi
verið gæfur
og sálin sem ég veit ei
hvort við yfir höfuð
búum yfir
virtist minnka
um talsverð númer.

Orð dagsins er: Eldtungur

Sunday, January 21, 2007

Þessi fallega mynd var tekin á föstudaginn er
við vorum á djamminu.

Saturday, January 20, 2007

Ég er svo vakandi nú

Hér er
ég fiðrildið

úr púpu
minni búinn að klekjast
yður öllum fannst ég svo
fráhrindandi

og lauslega ýttuð


mér burtu

en nú þegar ég er fegurðin ein

og þið viljið mig nálgast og hæla

þá sjá,
mig hefur
fæðst vængir
til að
forðast ykkar
vitneskju

og ósungin lof.

Orð dagsins er: Löngun

Weetabix

Thursday, January 18, 2007

Hvað nú??

Síðustu dagar hafa án vafa verið mjög undarlegar svo meira sé sagt.
Eiginlega má segja að endirinn á síðasta ári hafi verið ansi skrautlegur
og byrjun þessa árs ansi glötuð . Hvað nú?? Atvinnulaus og í blóma lífsins,
sultarólin þrengd til hins ýtrasta,ofsóttur á dögum Pontíusar Pílatus......
nei nei, þetta er kannski fulllangt gengið en svo ég vitni nú í hann
Homer vin minn: I haven´t got a job in this world.
Það eina sem ég sé kannski bjart við
þetta allt er að kannski mun þetta flýta fyrir för minni til Svíþjóðar
að hitta bróður minn og familia(söknuður,söknuður,söknuður).

Lenti í þeirri skemmtilegu reynslu að margt af því sem ég ritað hef
hvarf af yfirborði jarðar og virðist tröllum gefið.
Það sýgur massann mikla!!

Lífið er samt ekkert eintómt volæði, það birtir ávallt til hjá manni
og þar sem maður trúir því að hlutirnir gerist ekki bara, heldur búi
eitthvað meira á bakvið þetta allt saman, þá vona ég bara allt hið besta.


Einsog þið sáuð síðast þá náði ég að hlekkja einhvern í fyrsta
skipti hérna á þessu bloggi og vona ég að manneskjan hafi notið
góðs af því og erfi það ei við mig að hafa gert það án leyfis.

Orð dagsins er: Samba

Sósur

Sunday, January 14, 2007

Helgin hljóð


Gerði ekkert spes um helgina en horfði þó Dr. Strangelove sem er argasta snilld

sem sem allir ættu að sjá, fjallar um nokkra stríðsbrjálaða menn sem hafa sent

Atómsprengju til Rússland sem mun triggera Dómsdagvélina. Mjög alvarlegt

málefni sem er verið að tala um en kemst vel til skila í gegnum kómedíu.
Er frekar fúll að hafa ekkert farið út á djammið þessa helgina
en það koma fleiri helgar eftir þessa.
Talaði við þessa dís www.malawakim.blogspot.com á Msn og verður það alltaf til þess
að hamingjuprósenta mín hækkar uppúr öllu veldi og er þá nú heil 67% gleði
í snáðanum. Ekkert slæmt það!
Orð dagsins er: Jafnstíga
Erum við óhult??

Thursday, January 11, 2007

Freakin´ myndirnar, dos movies bueno

Hahahahahaha, ég er utanvið mig því bróðir minn fann krankleika
í skrifum mínum og gerði þá gys að mér.

En hér eru nokkrar myndir sem hafa haft hvað mest áhrif á mig
en alls ekki í neinni sérstakri röð.

Fear and loathing in Las Vegas eftir Terry Gilliam
Fight Club eftir David Fincher
Shining eftir Stanley Kubrick
Underground eftir Emir Kusturica
Pulp Fiction eftir Quentin Tarantino
Fire and Ice eftir Ralph Bakshi
Shine eftir Scott Hicks
Carpenter story eftir Joseph Sargent
Shogun assassin eftir Robert Houston
Big Lebowski eftir Joel og Ethan Cohen
Memento eftir Christopher Nolan
American Pshyco eftir Mary Harron
Starwars(gömlu) eftir Georg Lucas
Lord of the Rings eftir Peter Jackson
Sling Blade eftir Billy Bob Thornton

Auðvitað er þessi listi langt frá því tæmdur.

Það skal tekið fram að Shine eftir Scott Hicks er eina myndin sem
ég hef grátið yfir(og þá líka hágrátið,takk fyrir mig) og varð þess
valdandi að ég öðlaðist betri vitund fyrir kvikmyndum.

Orð dagsins er: Utanvið

Helgin komin

Sunday, January 07, 2007

Sjaldséð sjón


Ekki oft vil ég sjá myndir af mér nein staðar en af því að ég er í svo góðu skapi þá læt ég þessar flakka.
Teknar á síðustu dropum djamms árið
2005. Peace og Slide heita myndirnar.
Orð dagsins er: Ljómandi
Sötr

Thursday, January 04, 2007

Uppáhalds books og myndir

Hér er enginn sigurvegari, bækur og tónlist er ekki keppni.
En þessir titlar hafa haft mjög mikil áhrif á mig.
Bækur
_________
Meistarinn og Margarita eftir Bulgakov
Notes From Underground eftir Dostoévski
Scanner Darkly eftir Phillip K. Dick
Lord of the Rings eftir Tolkien
Jack and Jill eftir Patterson
Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde
Ilmurinn eftir Peter Suskind
DaDa almanac(á reyndar eftir að klára en áhrifin voru samt alveg nóg)
Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson

Tónlist
_________
Miriam Makeba and the Skylarks(best of)
Master and everyone(Bonnie Prince Billy)
Halldór Laxness(Mínus)
Boatmans Call(Nick Cave)
Minimania(Guðjón Rúdólf)
Strange Country(Billy Strange)
Free-wheelin´(Bob Dylan)
Four seasons(Vivaldi)
Royal Astronomy(Q-Ziq)
Timi Yuro(best of)

Listi þessi er náttúrulega ekki tæmandi og má alveg segja að
ég sé alveg örugglega að gleyma helling.

Orð dagsins er: Hrynjandi

Er ég illt sem held að gott sé eða gott sem hugsa bara um hvað
það er alltof auðvelt er að vera illt?

Svefn grípur tauminn

Tuesday, January 02, 2007

Nýtt ár á leiksviði Þorsksins

Gamlárskvöld var alveg ágætis kvöld, ég vaknaði mjög seint(kl:7) því ég var
drukkinn kvöldið áður, sötrandi Southern Comfort og sofnaði ekki fyrr en
um 10leytið því af einhverri ástæðu átti ég erfitt með að sofna fullnægður.
Allavega..................

Ég borðaði æðislegt svín, fór svo á brennuna, hitti svo Önnu Karen í reyk,
fékk svo fyrsta bjórin um 10:30 og horfði svo aðeins á skaupið.
Eftir kl:12 hitti maður félagana og fórum við til Binnmeister og dísina sem kennd
er við allt og þar átti ég miklar umræður um samsæri og geimverur við fyrrverandi
trommara Jagúar. Hörkufínn náungi.
Þaðan var farið á Celtic Cross og gaf ég þar númer mitt til Silju sem aldrei hringdi.
Hitti Kollu sem var í grunnskóla með mér og er hún ávallt yndi.
Hitti líka bróður hans Hróðmars sem er alltaf geðveikur.
Eftir Celtic fór ég neðst á Lækjartorg og var sóttur á límósínu af Sóley og bandarískum
frændum hennar sem fyrirlíta bandaríkjastjórnina og var mjög gaman að tala við þá.
Þaðan fór ég til Pásanovic og co, í partý í Kópavoginum og fór svo þaðan um kl.4
á nýársdag. Það sem gerðist svo er leyndarmál.

Orð dagsins er: Langlífi

A new year just walked in the yard svo ég snari nú
orðatiltækinu yfir á engilsaxnesku.