Umfram allt og ekkert

Sunday, October 29, 2006

Dagurinn í dag.

Eftir að hafa vaknað upp kl:9:30 sem er snemmt þegar kúturinn
ég á í hlut horfði ég á Línu Langsokk með litlu hennar kjellu, sá
strætó næstum keyra yfir konu, brá svo og fékk svitakast þegar
annar strætó mundaði flautuna og sofnaði svo í strætó.

Ætla mér að fara taka ljósmyndir bráðum á digitalinn hans brósa míns.
Ekki einsog hann sé að nota hana eitthvað!.

Fékk að heyra það að það er ekkert gaman að horfa á Lord of the Rings
með mér því ég fæ Tolkien-ræpu einsog manneskjan orðaði það.
Tolkien skrifaði mikið af LOTR, Hobbitt og Silmarillion þegar hann þjáðist
af skotgrafasýki í stríðinu. Þykir mér það gott úrræði hjá honum.

Orð dagsins er: Fjarrænn

Setning dagsins er: Réttu mér lárviðarlaufið, ungfrú mín.

Himintunglin fylgjast víst með.

Ritari Hitlers

Sá heimildamynd þar sem ritari Hitlers er að segja frá sinni upplifun
og ótrúlegar sögur sem hún sagði af krökkum í neðanjarðarbyrgjunum
að telja sprengjuhljóðin síðustu dagana fyrir stríðslok og sagði að Hitler
sjálfur hefði ekki orðið vitni að það mikilli eyðileggingu því hann var alltaf
með dregið fyrir gluggann á bílnum sínum og ef það klikkaði var bara farið
með kallinn lengri leið að samastað hans þar sem lítil var eyðilegging.
Hún talaði líka um að síðustu dagana fyrir sjálfsmorð hans var mönnum
jafnvel leyft að reykja í viðurvist hans en það var eitthvað sem jafngilti
höfuðskoti þegar allt lék í lyndi. Ótrúlegur þessi maður sem þráði það
heitast að verða listmálari!!. Ritari Hitlers lifði til að sjá frumsýningu
myndarinnar og sagði við vin sinn eftirá: "Nú get ég loks farið að fyrirgefa
sjálfri mér". Lést daginn eftir. Rosaleg heimildamynd.

Saturday, October 28, 2006

Lítil frænka, postmortem Airwaves ´06.


Eftir að hafa jafnað mig af þeim veikindum sem hindruðu för mína
á Airwaves og afmælisveisla þar sem lítil stúlka drukknaði nær í
sjó af gjöfum þá hef ég aðeins verið að vinna og taka því rólega.
Margt nýtt og spennandi að gerast í vinnunni og lífið sjaldan verið
jafn ljúft og lygnt, þó það kraumi nú alltaf smá öldugangur samt
sem áður:) .

Fór að rifja upp gömul kynni af vini mínum, honum

Aphex Twin, og komst ég að því að ég hef ekki svo mikið sem keypt mér einn disk

sem hefur verið gefinn út hjá Warp eða Rephlex(útgáfufyrirtæki í eigu Aphex) í

heillanga tíð. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er diskur sem ég fékk að

gjöf sem heitir Flyin´lo-fi og er með J.P. Buckle og var gefinn út ´98 hjá Rephlex.

Það var án efa einn besti diskur sem ég heyrði það árið.

Friday, October 20, 2006

Lögmál Murphy´s

Airwaves í fullum gangi og ég er veikur. Snökt snökt!
Skal samt komast á morgun.

Smooth Oh, Beretta!

Orð dagsins er: Veikindi.

Snauður.

Tuesday, October 17, 2006

Gæti misst allt vit

Annað skiptið í röð þar sem ég rita niður heilan helling af hugsunum
sem virðist vera eitthvað vit í og þá neitar tölvuskrattinn að birta það.

Í stuttu máli var þetta svona:
Ég trúi á geimverur,
Walter Meego er hljómsveit
sem er með Dj-set,
Einstein hefði getað orðið forseti
Ísraels en afþakkaði, Malva fékk
(átti að fá) fyrsta hlekkinn,
mjólk er góð og ég henti 14%
Gouda oststykki í fyrrverandi
vinnufélaga minn(samhengið skiptir
engu lengur).

Orð dagsins verður ennþá:Upprisa.

Langar að skalla tölvuna þangað til mig blæðir
og borða hana svo og nota harða diskinn til
að rista orðin Apple,Windows,Viewsonic og
Toshiba á iljarnar mínar. AAARRRRGGGHHH!!!!

Segl.

Monday, October 16, 2006

Loftbylgjan að skella á!

Bráðum fer að bresta á Airwaves hátíðina og verð ég að segja að það
er farið að hlakka ansi mikið í manni.
Hér kemur listi yfir þær hljómsveitir sem mig langar að heyra í og sjá
og ef þær eru feitletraðar hef ég ei heyrt í þeim en er forvitinn og skástrikuð
eru þær sem ég hef lítillega heyrt í en vill meira. Pússlum nú!.

Íslenskt:Apparat Organ Quartet,Baggalútur,Benni Hemm Hemm,Brainpolic,
Búdrýgindi,Dr.Mister&mr.Handsome,Dr.Spock,Funk Harmony Park,
Future Future,Ghostigital,Hairdoctor,Jakobíanarína,Mammút,Mínus,
Reykjavík Swing Orchestra,Skakkamange,Ske,Sometime,Stilluppsteypa,
Worm Is Green,Daníel Ágúst,Biogen,Egill Sæbjörnsson,Hermigervill,Kira Kira,
Mugison,Ruxpin.

Af hljómsveitum sem skarta ekki íslensku blóði en þrífast þó ágætlega hér
á Jörðu langar mig að heyra og sjá: Brazilian girls,Gojira,Hot Club de Paris,
Klaxon,Love is all,The Go! Team,Walter Meego,We are scientists,Wolf Parade,
Joseph Marzolla,Beatmakin Troopa.
Eina ástæðan fyrir því að ég vel Walter Meego er sú að hann er kynntur bæði sem
international band og international Dj sem er þá annaðhvort villa eða hann er
bara svona skratti góður....hver veit?.

Ótitlað
My favorite rights
is my nonchalance
and the painting I do
of a rubbish rose
in this imaginary spot
one not remembers.

Flagarinn
Flagarinn hamförum
fegurðina fýsir
með öðrum orðum
flagarinn aðeins orð
hefur að vopni.

Orð dagisns er:Hugsanarof.

Útsendingu frestað.
Góð er nótt stundum.

Sunday, October 15, 2006

Skemmtilegt eirðarleysi,sígaunajazz og svo þessi hugsun sem læðist að mér


Helgin hefur verið í mesta lagi fín. Hef faðmað að mér kodda
hússins og sjaldan nennt jafnmikið að dekra við kisuna sem
á herðum mínum hvílir. Gaf drottningunni fisk og hvaðeina.

Horfði á Sweet and lowdown e.Woody Allen og er hún ótrúlega
skemmtileg. Sérvitur gítaristi með mikilmennsku og ofurdýrkun/ofurhræðslu gagnvart Django Reinhardt.

Styttist í Airwaves og komu Boz og verður fjör í belgnum þegar kallinn mætir.
Allt fyrir komandi blóm
Villtu blómin seint
til drauma teygjast,
viltu ekki þann
ilminn finna?.

Sópuð eru fræ
til úrgangsvinnslu
nýrrar kynslóðar,
óhappalýður sem
stígur í drullubeðið
sem við ónýtu rósir
í vöðluðum vendi
höfum stigið fyrir
þau til að sökkva
í.

Mér haldast engin bönd í hugarró og þetta skrítna líf heldur áfram.
Og ég er orðinn hræddur við það hvað ég er orðinn gleyminn.

Orð dagsins er: Glymur

segji já við Vodka;)

Sunday, October 08, 2006

Í styttra máli, því annars mistekst það!

Var búinn að gera svaka pistil hér um daginn sem síðan fór
allur til helvítis því hinn rafræni heimur hatar mig.
En hér eru málsefnin í stuttu máli.

1.Hættum að sökkva landinu
2.Borgum þeim sem hafa áhuga á að vinna við umönnunarvinnu
sæmileg laun. Kemur best út fyrir alla, sérstaklega þjónustuþegana.
3.Hættum að eyða pening í vegaframkvæmdir sem allir kvarta
svo bara yfir.
4.Látum þessa moldríku þingmenn borga sínar eigin ferðir þegar þeir
eru í erindagjörðum. Bara leigubílakostnaður þingmanna er 600þús
á dag. Alveg ótrúlegt bruðl.

Ætla að byrja að lesa Hamskiptin e.Kafka af því að ég sá að það er verið
að fara setja upp leikrit eftir verkinu. Ekki það að ég ætli á verkið heldur
fékk ég líka spurningu um hann í Trivial og fannst þá ígrip Kafka í lífi mínu
verðskulda það að ég lesi nú bókina sem ég tók á leigu og er örugglega
komin í skuld. Hann er tékkneskur....ég hélt þýskur.

Orð dagsins er: Glundroði(og ef það orð hefur verið orð dagsins áður
þá er það svo sannarlega glundroði).

4-0