Umfram allt og ekkert

Friday, February 23, 2007

Skepnan hleypur hratt í kringum sig

Er í svakalegu stressi fyrir þessa stundina, veit ei af hverju?
Stundum er bara alltof mikið í þessu lífi að gerast þegar ég
þrái ekkert annað en smá inri ró.

Vinnumálin alveg að lepja úr mér kvikindið, Svíaför alveg
að fyrnast úr skeljum andlits míns og allt annað er oft bara
grín fyrir sálina;)

Ótitlað
Kallið á börnin ykkar
því bráðum er
heljarinnar dansleikur.

Við munum dansa í kringum
litlu sprengibrotin og
þökkum æðri mætti fyrir
þær hugsanir sem
bæla okkur ekki niður.

Ég veit ekki hvort ég
geti haldið í hönd þína
því hana gæti vantað
eftir ákvarðanir annarra.

En eitt veit ég
að hugur minn verður
hjá þér þrátt fyrir
alla eyðilegginguna.

Ég ætla að halda uppá fæðingardag Þorsksins í kvöld og vera drukkinn.
Mun fara á Vetrarhátíð og ölhús borgarinnar.

Friends
If foxy was a flower
Earth would be kind
you would be the inspiration
I would play a brush.

Friends are like diamonds
unshaped but the most fortuned
give life worth breathing
exist in this image
but beg of them to leave me
in vain times
alone with a shattered mirror
appear then at most innocents
of times and help me put together
the pieces.

Orð dagsin er: Stafsetningarvilla(getur þú fundið hana á tveimur stöðum?)

Hafið það gott!!

That rug really tied the room together, Dude!

Wednesday, February 21, 2007

Ja hérna nú, syngja elsku englar

Eftir ótrúlega fallega jarðarför afa míns og vel heppnaðann fund útaf vinnunni
deginum eftir var kíkt á smá skrall með guðunum. Það var forvitnilegt allt.

Er að fara fikta við að búa til tónlist. Fæ forrit frá Ernie Hjartars. Hlakka til.

Ljóð til þín
Ég hvíslaði að ljósglærunni
að færast mér og
nærgöngul verða því ég
trúi á tilveru þína þar.

Allir þræðir munu
raða brotunum saman
það er svo huggandi
að sjá þig labba
úr ljósinu og loks
finn ég fyrir nærveru þinni.

Sá uppáhalds bók mína, A Scanner darkly eftir Philip K. Dick, yfirfærða
á hvíta tjaldið og verð ég að segja að ég var rosalega ánægður með útkomuna.
Ótrúlega flott mynd þar sem margir nettir leikarar fara á kostum. Must see mynd!!

Ég hef lítið meira að segja,
Þykir vænt um ykkur öll!

Orð dagsins er: Samfarir

Nóttin telur sekúndurnar

Monday, February 12, 2007

Orrahríð í tómu glasi

Er ekki búinn að geta bloggað sökum tæknilegra örðugleika
sem höfuð mitt er andsetið af. En um leið og ég nefndi vandann
þá leystist hann...........stórskrítið!! Kvarta meira þá bara:)
Er þokkalega kátur þrátt fyrir mikinn mótstraum sem gerist
oft hérna sökum veðurs og mólkurleysis.

Er að lesa Ilminn eftir Suskind áður en myndin kemur út.

Er ég sá mann henda barni sínu í loft upp þá fór að pæla í tilgangnum
með því athæfi og komst að þeirri niðurstöðu að þetta er ekkert sniðugt.
Hendum ekki börnum okkar uppí loft!! Tryggir ekki eftir á segja þeir.

Horfði á myndina Closer og get mælt með henni. Líka House of Flying Daggers,
svakalega töff mynd.

Vonandi Svíþjóð bráðlega(þetta verður bráðum þráhyggja)

Orð dagsins er : Kveðjustund

Og þar með kveð ég.................ljóð í næstu færslu.

Achmeth