Umfram allt og ekkert

Monday, August 28, 2006

Ég og Hr.Moonboots


Hef ákveðið að fjárfesta í moonboots stígvélum(myndi ekki stígvél í
hreinni enskri þýðingu vera stepmachines?) eftir að hafa séð
Napoleon Dynamite um helgina. Man að á mínum yngri árum vildi
ég engu öðru vera í nema moonboots elskunum mínum. Verð að fá moonboots fyrir veturinn!!




Eyddi síðustu helgi í mikið vídeógláp og horfði í áðurnefnda Napoleon Dynamite,
Ice Harvest sem var fín, Lemony Snickets sem var ágæt, Failure to launch sem
var alveg áhorfanleg og V for Vendetta sem er helber snilld og mjög svo mikil
ádeilumynd og kom mér heldur betur á óvart. Ekki svo langt frá öllum sannleika.

Ótitlað
Þurfti að lyfta teppi
og þar kom í ljós paradís,
sandi lögð,
þá dýfu við tókum
í annarlegri hugsun
sem hittist í miðjunni.

Glaðlegar aðgerðir
fleyta öllum hópnum
og sáttur í syndinni
svamla ég óhirtur.

Þetta var kannski
óljós minning
en ég man það sem þarf.

Ótitlað
Forðum okkur því
nú er lag að leika
ég gæti alveg sýnt
tvo heima.

Forðum þá ég lifði
aðeins í öðrum
en nú til dags
þykir það ekki
ungum manni sæma
og undarlegt sem allt til
jarðar fellur,
það hverfur.

Einmannaleikinn bítur mig ofurlétt þessa dagana
og stundum vil aðeins ofan í litla holu skríða
og þar gista.
Þetta er ekki ljóð heldur hugarangur.

Orð dagsins er: Tunglstígvél(Moonstepmachine)

Tango ´till they´re sore.

Tuesday, August 22, 2006

Ég væri til í að...........

.........Geta hringt og Boz, Kruger eða Malva gætu
einfaldlega hitt mig án vandræða.

.........eiga pening.

.........fá knús.

.........haft löngun til að gera eitthvað(bara eitthvað myndi duga).

.........eiga hest.

.........hlusta á Billy Strange eða Guðjón Rúdólf.

.........fá ís með heitri súkkulaðisósu.

.........gera svo margt.

Helgin sem leið var ágæt. Var sauðölvaður á föstudeginum þannig
að á Menningarnótt var ég bara ansi rólegur.
Skellti mér í hlutverk verndarengils er ég hjálpaði vinkonu hans Braga
að vera ekki ein með fyrrverandi kærasta sínum sem er víst algjör
plága þegar hann er nálægt henni. Eftir að hafa stungið hann af fórum
við á Kaffi Vín og hittum vini hennar og var það ágætt.
Fór heim um fimmleytið eftir að hafa aðeins drukkið 2 bjóra og tvö skot
sem er ótrúlega slappt af minni hálfu.

Er að fara að bæta við mig aukavinnu sem er alls ekki það sem ég vill
en er nauðsyn ef ég á að geta lifað í svona 43% ánægju.
Má alveg segja að ég sé búinn að vera staðsettur á "myrku hliðinni"
í ansi langan tíma núna.

Byrjaði að lesa Notes from Underground í þriðja skipti og get með
sanni sagt að ég fæ seint leið á þeirri skruddu.

Orð dagsins er: Lífshvöt(takk Malva,fyirir flott orð sem ég þurfti
að leita í orðabók að)

Monday, August 14, 2006

Vinur á leiðinni.

Þann 17.ágúst sem er löglegur afmælisdagur eldri bróður míns
mun Anke stíga á land og gista á Íslandi í um eina viku og get ég
sagt með sanni að það verður ansi skrítið að sjá hana.
Sérstaklega í ljósi þess að hún sagði mér upp(nánast) með bréfi
og hringdi daginn eftir og bað mig um að hitta sig áLækjartorgi
í mígandi rigningu og staðfesti uppsögn mína.
Ekki það að ég erfi það eitthvað, bara svolítið furðulegt að hugsa til
baka og muna þennan dag. En alltaf gott þegar fólk getur haldið
áfram að vera vinir eftir sambandsslit( sama hversu stutt/löng þau eru).

Dauðinn strauk mína vanga
og ég strauk hans til baka
ég horfði í augun hans tóm
sem sögðust sálu mína eiga
en ég bað hann um að bíða
ég stúlku þessa enn unni.

Dauðinn sat með grátkverk
í tómum augum
skilur ekki að ástin
bugar hans líka.

Snerti hennar hörund
slétt eins og silki
og þá ég fann til
með dauðanum
því ég elskaði.


Fékk tiltal í vinnunni um að vera betri fyrirmynd og mæta á réttum
tíma svona annað slagið. Þrátt fyrir að vera í miklum metum þarna
þá er alltaf leiðinlegt að hafa þetta á bakinu.

Hef svo sem ekkert mikið meira að segja en ætla að birta textabrot
sem heillaði mig yndislega og fékk mig til að hugsa um lestarferð
sem mig langaði ekkert til að fara í á sínum tíma og vildi að ég
hefði aldrei þurft að taka.

They say if you get far enough away
you'll be on your way back home
Well, I'm at the station, and I can't get on the train
Tom Waites, Blind love

Lax.

Tuesday, August 08, 2006

Andvarp(byrjun alls ills)

Ég kemst oft í það ástand að heilinn byrjar að vinna gegn
öllu sem ég taldi blómlegt og gott.
Hugur mannsins er ekki bara völundarhús heldur heill
alheimur af hlutum sem maður skilur ekkert í.
Eins mikið og ég skil af hverju mig líður svona þá
veit ég ekki af hverju. Það er ráðgátan.
Annars vonar maður í blindni að þetta séu ranghugsanir
sem er annars skrítið ástand líka því myndi maður einfaldlega
ekki bara vilja vera laus við þessa ranghugsun........?.

Gat hlegið er ég las þessar hugrenningar aftur.

Held áfram samt að hugsa um þetta þangað til
annað kemur í ljós. Annað er ekki hægt.

Orð dagsins er: Skrímsli.

Bæ.

Thursday, August 03, 2006

Sokkin í ballöður


Across clinical benches with nothing to talk

Breathing tea and biscuits and the Serenity Prayer

While the bones of our child crumble like chalk

O where do we go now but nowhere.


Hef verið að hlusta ansi mikið á þennan snilling undanfarið og hef tekið ástfóstri við lagið Where do we go now but nowhere.
Boatman´s call án efa ein uppáhaldsplatan mín.
Einn flottasti andskoti mannkynssögunnar.
Missi af tónleikunum.......Fuckshit drullauppfyrirhné.


Geðveilukvæði
________________
Málverkið blæðir
hugann minn klæðir
óttinn minn skekur
dregur mig niður
augun máttu sjá
allt sem þau máttu ekki þá
eyrun heyrðu í fiðlu
búna til í Helju
þjáningin elur
aðeins með sér aðra
myrkrið það felur
nú auðvitað flest alla
leiðandi röddin
sem virðist loks kalla
vísar mér vitaskuld
á stíginn grýtta
stúlkan sem nálgast
með kveikt er á spýtu
klappar mig blíðlega
laust á öxlu
sinfóníufalleg,dulin og treg
hvíslar hún að mér
að málverkið sé ég.

Orð dagsins er: Endalok.

Framtíðin jafnóðum breytist.