Umfram allt og ekkert

Friday, December 29, 2006

Allra dagaskítur

Föstudagur, ég ákveð að fara ekki út þrátt fyrir að hafa séð fyrir mér
yndislegt djamm meðal heiðinna jafnt sem kristinna manna og sit og hlusta á
John Lee Hooker og er á leið á sóðabar í hverfinu aðeins til þess að vera meðal
einhverrar lífveru sem getur talað tungum tveim því allar mínar aðferðir til
að hefja samræður við köttinn hafa lítil áhrif.

Er drukkinn því vínandi hefur áhrif!

Var sakaður um bókasafnsbókarstuld(er þetta nýyrði?)af bróður mínum eldri
og bróðir minn eldri, til þín ég segji: Ég beið og beið og beið því áður hef ég sagt
af bókastuld í forn minni og heitið hef að aldrei stela kilju again.
Bókin var ætluð mér og staðreyndin að jafnvel þú hafir ætlað þér að lesa hana
gerir þetta bara að meira undri(svo maður sletti nú andlegu yfir crowd-ið).
E ha egggi.

Elska blómin sem springa!! :)

Skyn
Prinsessa, horfðu í átt hérna
Ég vil hjartaþykkni þitt
blandað í takt,
trompet sem öskrar
mig lífi.

Sjá mig ljóma
fiðlur sem heimshvolfin hreyfa
og byggja mig orku að innan,
vina mín, horfðu í áttina hingað
hér verðum við og sönglum
fljótum á vatni og draumum
hleypum ástinni að
til að klekkja á myrkrum,
nístandi sársaukinn
við loksins skiljum
komdu ástin,
finndu með mér skynjun.
Skrifað fyrir langalöngu í forn minni

Orð dagsins er: Gullöld

Hæ kisa!

Thursday, December 28, 2006

Að fylgjast með litlu táknunum

Það eru tákn útum allt og það er alltaf verið að reyna að segja okkur eitthvað
hvort sem það er mikilvægt eður ei. Þegar ég vara að pæla í því hvaða bók ég ætti
að lesa yfir hátíðar þá rakst ég á frétt um Dostoévski og þegar hann var leiddur fyrir
aftökusveit og svo rétt svo náðaður og svo sendur í útlegð til Síberíu. Ákvað ég þá að
lesa Notes from underground aftur en síðan horfði ég á mynd þar sem aðalpersónan
verður að kaupa eintak af Catcher in the rye ef hann skyldi sjá það á bókahillu annars
fer allur dagurinn í vaskinn. Fyrir ca. 2mánuðum fann ég Catcher in the rye liggjandi
á strætóbekk og beið í hálftíma og missti af strætó áður en ég ákvað að hirða hana.
Held að það sé verið að segja mér að lesa hana. Gæti líka bara verið tilviljun.

Aaaahhhh, frí í vinnunni.

Ótrúlega erfitt að mæta í vinnuna eftir að hafa aðeins sofið í 1 og 1/2tíma en er þó gæddur
þeirri lukku að eiga frí í dag. Pásinn kom i heimsókn í gær og var búist við
smá fyllerí en ég rétt náði að sötra mig í gegnum einn bjór og síðan horfðum við
á eina gamla og góða á Rúv. Þar á undan eldaði ég beikon,pylsur,skinku,pepperoni
og steikti egg og stráði sítrónupipar yfir allt klabbið. Mmmmhhhhh, yummi!
"Oscar Wilde! Dont know him personally....but I can get his faxnumber,,
Úr four weddings and a funeral sem í minningunni var ekki svona skemmtileg.

Orð dagsins er: Ormur

Tuesday, December 26, 2006

Fór að hugsa um mótmæli og þær aðferðir sem hafa verið notaðar til
þeirra og varð hugsað um þá sem sletta mjólk,blóði og öðrum óþverra
í átt að þingmönnum hér á landi og ég hugsaði um allt ofbeldið sem á sér
stað þegar mótmæli eiga í hlut.
Myndin til hliðar er af munk frá Tíbet og prýddi fyrstu plötu Rag against the machine. Ótrúleg mynd sem hefur alltaf haft mikil áhrif á mig.
Sendi SMS til vinar minns á dulmáli á síðasta djammi og ég hef
aðeins getað ráðið helminginn af því........mikið var ég drukkinn.
Ef ég skrifa ei meir yfir hátíðarnar segji ég við yður: Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir það liðna
og megi þér farnast enn betur á því nýja.
Orð dagsins er: Bréfadúfa
Góða night

Friday, December 22, 2006

Nú er ég á mýkri hlið lífsins.

Fiðurmjúkir koddar eru að umlykja höfuðleður mitt
og öll hugsun virðist svo skýr.
Life sure flies when your young and jerking off!

Ótitlað en köllum það kalt
Steinkalt hörundið
rifnar undan vindinum
sem blæs þig
lengra til mín.

Í minningunni
ég man ég dansaði
í minningunni
þá tapaði ég mér
en umfram allt
varð ég sæll
í fylgsni mínu.

Orð dagsins er: Lokadans

Hátíð hjá ykkur

Monday, December 18, 2006

Eldsnemma morguns á örlagadegi

Klukkan er 8:11 á mánudagsmorgni og ég er búinn að segja
vinnunni að ég sé veikur, sem er kjaftæði!.
Manneskja sem mig þykir ótrúlega vænt um hefur komið
fram við mig einsog sjálfsagðan hlut og fór yfir strikið og
ég sagði henni upp. Hef ég nefnt Lögmál Murphy´s
einhvern tímann áður hér?.

Ætla að elda mér egg og skinku og þerra tárin og drekka
appelsínudjús og hitta hest lítinn og svo að fara í háttinn.

Samt er alltaf ljós í myrkrinu því nú hef ég meiri tíma fyrir
áhugamálin, vinina og fjölskyldu.

Orð dagsins er: Gleðistraumur

Bombadil

Tuesday, December 12, 2006

Hef lítið um að skrifa enda andlaus skratti

Hef nákvæmlega ekki neitt að segja af viti. Sakna sumra
á meðan aðrir mættu hverfa af leiksviði mínu.

Boz og Krugerinn að fara lenda í siðmenningunni og verður
svona semi-reunion í kjölfarið á því. Hlakka til.

Kláraði að lesa jafnbestu bók sem ég hef lesið, takk fyrir mig
Malva mín :)

Örugglega fullt fleira sem er búið að vera í gangi en segi þá
bara frá því seinna.

Orð dagsins er: Undankomuleið

I have nothing to declare but my genius-
Oscar Wilde.

Svetlana