Umfram allt og ekkert

Monday, May 21, 2007

Pönnukökur!!

Fór í pönnukökuboð að hætti Svíanna og tilheyrði rannsókn þar
sem skemmtileg var. Malva var við eldavélina með uppskrift
að handan. Ótrúlega gott, much mucho mamma mia.
Borðaði held ég sex talsins, löðrandi í sprauturjóma, sykri og sýrópi.
Takk fyrir mig!!

Ég er alltaf að uppgötva frekar hver er djöflasonur og ég vil ei hlusta
á ræðu hans. Annars var ég að hlusta á þessa predikara á Omega
og þeir byrja margir að tala svona jibberish eftir mikilvæg orð þeirra.
Um daginn var einhver ameríkani og afríkurumur að flétta saman
guðsorði líkt og rapparar og allt í einu ýlfruðu þeir: Jesus needs your
money og strax eftir þau skilaboð kom: umbabambey og einhver vitleysa
einsog þér séu að fá það og climax-a á: i´m feeling some powerful vibes tonight.
Hvað er að þessu fólki? Ef ég ætti svarið myndi ég skrifa það!!

Ótitlað
Glundroði djöfla
minna dýrkar
vitsmuni snjáða
í henglum
varpað að
allmiklum skugga
falinn svo innilega
frá englum
nú glundroði djöfla
minna syngur
því nú er ég alinn
upp af öllum.

Hafði um það stór orð að ég ætlaði að láta af þeirri vitleysu að kaupa þennan
rándýra varning sem Ben&Jerrys ísinn er og sór við líf hins löngu dauða mann
að vera ekki að þessari vitleysu. Hafið þið séð stærðina á B&J og andskotans
verðið? Brrrr, þetta er krakk í ísformi, ég sver það!!
Óþarfi kannski að segja frá því(en skemmtilegra) þá stönglaðist ég inní 10-11
og þó svo ég hafi(auðvitað)ekki ætlað að kaupa B&J þá flaut ég að frystinum og
það var búið að fylla á.......og ég sem hafði verið á Mintunni í smá tíma sá glamra
í Vanilla Caramel Fudge og var seldur. Öskraði svo umbabambey innra með mér,
843 krónum fátækari en í sátt við sjó og merði.

Orð dagsins er: Blóraböggull

Setning dagsins: Kynntu mig fyrir álögum þínum.

Þetta var færsla nr. 000100.



Saturday, May 12, 2007

Ljóðslettur

Ótitlað
Tjónið var sem yndislegast
í misskilningnum,
ég dansaði í skuggann
og leyndi tilveru og
brosti lítið.

Ótitlað
Hér er í fljótandi
lífsseiglu geng ég
þéttar öllu
undur og vegir
lagðir í röð fyrir sálina,
mun þeytast sem hugsun
sem fær engan endi.


Orð dagsins er: Lyfleysa

Setning dagsins er: Jú, grafðu nú hálfa holu fyrir mig.

Haldið í hvort annað

Thursday, May 03, 2007

Langt síðan!!

Það er langt síðan ég skrifaði síðan enda búinn að vera vinna frekar mikið
og eyði tímanum meira í að skrifa skáldskap á netinu og tala við þær fáu en
skemmtilegu sálir sem vafra á því svæði frekar en segja frá mínu
ó svo slappa lífi hérna í bloggheimum.
Annars fínt að frétta, þannig séð...bwah og ojbara. Kannski smá einangrun í
svona vinnu því eina fólkið sem ég sé eru vinnufélagar og ungmennin mín
Tæknilegt heiti þeirra er Skjólstæðingar en mig hefur alltaf fundist það
frekar kalt einhvern veginn, er bara feginn að geta skemmt þeim og fengið
útborgað fyrir það. Tel það bara mikla lukku meira segja!!

Olíufélögin segjast ekki hafa hagnast af samráðinu.... uuuhh, fyrir hvað voruð
þeir þá dæmdir!?! Helvítis hálfvitar sem ætti að brenna með eigin olíu!
Sorry, varð að hleypa smá reiði út:)

Farið fólk
Nú þegar hann er farinn
langar mig líka að fara með
því ég fann að sú jörð
sem hann gengur á nú

sé jörðin sem allir vilja ganga.

Innst inni langar mig bara að hætta að blogga, orðið frekar þreytt satt best að segja,
einsog að skrifa óhreinskilna dagbók! Frekar held ég þá bara dagbók þar sem ég get
almennilega tjáð mig...... ..allavega verða anti-social dagar út þennan mánuð:)
Ef einhver er alveg að missa sér yfir fyrirhuguðum skriflokum þá endilega skildu eftir
comment! Or put it in a song sem er það nýjasta nýtt sem ég er alltaf að segja:)

Ég get alveg sagt hreinskilningslega frá því að ég vissi ekki að í usa gæti forseti bara setið
tvö tímabil eða 8ár(fyrir þá sem eru jafnvitlausir og ég). Auðvitað eru þetta góðar fréttir
finnst mér í fyrstu því hugsunin um að ríkjandi ríkisstjórn(George B er bara leiksoppur í
þessu blessaða rugli, greyið) í bandaríkjunum fari úr embætti
er aðeins lítill sigur fyrir mannkynið en ég hef alltaf staðið fast á þeirri trú að fyrr eða síðar
muni þeir ráðast inn í Íran.
Nú er bara spurning hvort þessi fjöldamorðingjar geri ekki síðasta
atriðið sitt til að fullkomna vitleysuna hjá sér??

Orð dagsins er: Háfleygur

Setning dagsins: Sólin fer í spírallhéraskinn og syndir í áttur.

Góð sú nótt í kveðskap er

P.s. Þetta er viðbótar texti sem ég gerði eftir að hafa view-að þetta, ég setti tvö
myndbönd inn af sama laginu og kann ei að remove-a:) Þarf freka
ri sönnun á
því hversu lélegur ég er á tölvur? I dont think so!! annars syng ég þetta hátöfum
alla daga nú til dags, æðislegt lag!!