Umfram allt og ekkert

Monday, October 29, 2007

Ein uppáhalds

Saturday, October 20, 2007

Hef engan veginn staðið mig í stykkinu hér í bloggheimum og
veit ekkert um áframhaldandi líf á skrifum mínum hér enda
tíminn af skornum skammti þegar menn nánast eiga heima í
vinnunni sökum manneklu.

Nýtt ljós teygir anga sína upp í loftið þessa dagana en hvergi
er hetjan sjáanleg.......hvernig þekkir Yoko Ono Batman?

Mér líður alltaf jafnvel þegar ég veit af þingmönnum sem veltast
um af heiðarleika og svamla í allsnægt, kannski ættu þeir að gefa
slatta af æðislegum loforðum og svo standa ekki við þau, þó ekki
væri nema bara rétt til að virðast ekki svo fullkomnir.



Orð dagsins er: Skömmtunarfræði
Setning dagsins er: Það vantar allan ljóma á þennan kiðling

Bönnum Kiwi
Frelsum Tíbet
Mjólk er ágæt
Bless