Umfram allt og ekkert

Thursday, April 27, 2006

Vísyndi og ljóð

Hef löngum haft gaman af því að setja hugsanir á blað
í formi ljóða og hef haldið úti ljóðasíðu sem ég hef verið
misduglegur að skrifa inná. Nú hef ég tekið þá ákvörðun
að setja ljóð mín inná þessa síðu líka en þó bara eitt
kannski 2 í einu.


Ótitlað
Ég drauma mína
sýp úr vöku
tel minn smaragð
sem er myndlíking.

Fyrir Jenný
Blóð mitt rennur hægt er ég sé þig
og skynsemi mín ræður
ekkert við sig þér nálægt
tilveran virðist ekki svo mikil eymd
með þig í hugsun
því fyrir mér ertu
þessi fallega ögn
sem lifir af visnun heimsins.

Njótið él.

Kynferðisgremja og Stade De France

Nú eftir sambandsslit er kvikindið að upplifa kynlífsgremju sem lýsir sér
þannig að kvenmaður má varla anda á mig þá langar mig að gera (ó)æskilega
hluti með henni. Þetta hefur líka haft þau áhrif að ég haga mér kannski soldið
skrítið í samskiptum við vinkonur mínar(og biðst hér með afsökunar á því).
En maður er kominn með netta flagaratakta á ný.........og er að drepast í
vinstri höndinni :) .

Mitt ástkæra Vopnabúr er komið í úrslit CL og keppir við Jar Jar Binks og
félaga frá Kataloniu. Er hann háður þann 17.maí og fiðringurinn ferðast
frá tveimur eyrum til annars.

Átti heiðarlegt samtal við sjálfan mig(ekki uphátt) og komst að því að
ég er ekki sá skratti sem hún er búin að mála mig sem. Hefði samt getað
auðveldað mér þetta allt saman bara með því að hlusta á mína bestu vini.
En erfiðustu leiðirnar og vitlausu eru þær sem kenna sitthvað að prjóna.

Borðaði lasagna í gær........fyllt af gulrótum og lauk(og áhorfendur tryllast).

Orð dagsins er: glyslegur

Monday, April 24, 2006

Jazz er fæðið!!

Ég hef löngum verið þekktur fyrir það að láta mér ei
grænmeti eða ávexti um munn seytla og hef alltaf haft lúmskt gaman
af því hvað fólk er alltaf jafn undrandi þegar sú staðreynd er flögguð.
En undanfarna daga hef ég svo mikið sem borðað brokkolrétt, laukinn
sem er á milli Mcborgarans(hélt reyndar að það væri bara funky sósa)
og nú í kvöld smakkaði kvikindið relish á borgarann sinn. Nú þarf ég að hætta
þessari maturinn- bragðast- betur- ef- hann- er- veiddur kenningu minni.

Get með engu móti horft lengur á Beðmál í borginni(ástæða óþörf að vita).

Hlakka til að sjá Krugerinn og vita hið óvænta þó bara að sjá Hlunkinn
er nægjan. Ætli hann hafi meint þetta með ullarsokkinn??.

Lífið er jazzlag.
Og á morgun mun Vopnabúrið hefja innrás á lítil þorp á Spáni.
Er farinn að sjá þetta ævintýri í hillingum.
Katalonía vs. Vopnabúr.

Góða ferð

Sunday, April 23, 2006

Góður víbringur

Malva og ég fórum á djammið í gær og skelltum okkur á Ellefuna.
Gulli Ósóma var að dj-a og klikkaði ekki. Virtist hafa með sér lærlingssnúð
sem var fyndið að fylgjast með. Sá félaga minn sem átti fjóra litla geitunga
og sagði hann mér að plön lægju fyrir að gefa út lagið Smoke sem er þegar
þetta er skrifað besta óútgefna lag veraldar.

Malva bauð mér uppá te, Russian black tea til að vera nákvæmur og hef ég ákveðið
að reyna að snúa mér alfarið að tedrykkju í framtíðinni enda þetta coffee and cigarettes
dæmi orðið ansi þreytt.

Er á leið að hitta hest og kjúkling hjá Boz.
Orð dagsins er: hamskipti

Þunnur og nenni ei meir.......rrrrrrrrrrremix

Saturday, April 22, 2006

Netið í höfn

Loksins er netið komið aftur!!.

Fór ekki í afmælið sem Malva hélt uppá og dauðsé eftir því enda heljarinnar
fegurðardís þar á ferð.

Sumarið er komið og nú reynir á að gera eitthvað af viti einsog að fara til útlanda.
Draumastaðurinn er Barcelona, nóg er Boz búinn að tala um staðinn.
Annars langar mig líka til Amsterdam og gleyma mér í einhverri æðislegri deyfingu lífsins(hvenær koma sveppirnir nú aftur??).

Vissir þú að Codinn dreymir um að njóta ásta með einni af þessum liðugu sirkusgellum
og ekki væri verra ef hún væri asísk.........þá veistu það.

Segji pass.

Friday, April 21, 2006

Hey, Wha Happen

Netið búið að liggja niðri í langan tíma, er að gera þessa færslu í vinnunni.
Hvað er búið að gersat síðan síðast??
1.Byrjaði með kellunni aftur
2.Hætti með kellunni......aftur.
3.Samdi nokkur ljóð
4.Þjálfaði maura fyrir hernað
5.Talaði við Tara Töfratittling
6.Lítið fleira
7.Bíða eftir að netið lagist.

Malva á afmæli og er ég að fara í afmælisveislu til hennar í kvöld.
Segji þetta gott í dag. Lifið sátt með orm og tvinna.