Umfram allt og ekkert

Saturday, June 17, 2006

Þunnur 17.júní

Í dag er hinn merki dagur 17.júní og allir brjálaðir
í miðbænum að fagna afmæli lýðveldisins.
En ekki ég. Fór á djammið í gær og vaknaði skelþunnur
og ekkert finnst mér leiðinlegra en að vera í fjölmenni
þegar ég er þunnur(afmæli og veislur eru big no no).
Þar af leiðandi var mjög óþægilegt að koma í mannmergðina.
Fannst einsog það væri verið að kæfa mig.

Annars sakna ég bróður míns afskaplega mikið þessa dagana
og get ekki beðið eftir að fara til Svíþjóðar og sjá kvikindið.
Hún verður þar líka. Það veitir gleði.

Ótitlað
Flögrandi dynur
þú brotlentir hjartað
hugsun sem sálarins
ég er að deyja
hjartbjarta kona
heilshugar meyja
leyf mér í ást þinni synda.

Ótitlað
Crash my nested heart
it falls asleep when crying
kidnapp these feelings
because I forever wont
know their meaning
somewhere along these streets
my being has become avid
excuse me sorely
for all wrong choices
of bitterness this heart
leaks blood which runs
without showing
notions of a crashing
on the pillow
and sleeping
and the gruesome sight
of the mirror weeping.

Orð dagsins er: samlyndi

Faðmaðu manneskjuna
við hlið þér.

Góðar stundir.

Wednesday, June 14, 2006

Lífið gerist hratt

Er nú á síðustu vinnuviku fyrir sumarfrí og gæti ælt af
spenningi. Langar að kíkja á Planet K um helgina.

HM byrjað og seðjar það hungraðan mig.

Annars er það helst að frétta að ég er búinn að kaupa miða
til Danmerkur og fer síðan þaðan ti Sverige til brósa mins.
Löngu búinn að missa alla glóru í kollinum.

Las að offita sé útbreiddara vandamál en hungursneyð.
En ein ástæða þess að ég trúi því að heimurinn sé á hraðri
leið til glötunnar.

Las líka að vélmenni með gervigreind muni um árið 2050
vinna mannkynið í knattspyrnuleik.
Sér enginn hvert þetta stefnir.....þetta verður ekkert bara
knattspyrnuleikur....er skíthræddur við gervigreind.

Er búinn að vera lesa Dagbók Önnu Frank og er hún ansi góð
og raunsæ þó svo ég viti ekkert hvað af henni sé raunveruleiki
og hvað ekki, en mjög fín.

Dyrnar
Lokin eru svo nálæg
að hræðslan einkennir
húð þína.

Ég er smeykur um að
lifa aðeins of stutt
og hugsa hvort ég hafi
ekki átt að veita þér
stroku svo þú hættir
að skelfa svona.

Drep hugsunina í fæðingu
því dyrnar opnast og veita
bjarta undankomuleið
sem engin sem andann
dregur þarf að skammast sín fyrir.

Kveð ekki heldur
segji sæl að nýju.

Hlustandi á Thelonious Monk, Call him Mr.Kid
Janis Joplin og Timi Yuro þessa dagana.

Malva, fyrirgefðu nöldrið í mér! :)

Verum góð.

Monday, June 05, 2006

R.vík Tropic Festival (Sumar og lítil sól)

Á föstudeginum fór ég fyrst á Hjálmar og þar á eftir
tók við hin magnaða Ladytron við og var geðveik.
DJ Buckmeister spilaði milli atriða.
Síðan eftir Ladytron voru Apparat Orgel Quartett
og voru þeir dansins virði.
Eftir tónleikana rændi vinkona mín bol(að minni beiðn)
og pissaði í Ráðhústjörnina(að minni beiðn líka).
Síðan var það Dillon, Barinn(gamli 22) og svo Celtic.

Laugardagurinn var rólegur, fór bara á Supergrass(sem voru
geðveikir) og kíkti aðeins í bæinn og síðan heim.
Soldið þunnur frá því á föstudag.

A sunnudeginum var geggjað, kom þegar Kid Carpet var að spila
og var hann ansi þéttur. Skakkamanage stigu næstir og voru með
fallega og rólyndis tónlist. Dr.Spock voru næstir og voru ruglaðir.
Þar næst voru þessar æðislegu píur úr ESG, þvílík upplifun!!.
Verð að sjá þær aftur. Kallaði á mikinn dans og nokkur símtöl til Boz.
Þar næst voru Sleater Kinney og voru þær ansi góðar og þá
sérstaklega trommarinn sem tók magnað munnhörpusóló í öllu ruglinu.
Síðan komu Trabant og glys og gaman þó ég hafi ekki klárað þeirra atriði
enda löngu búinn að fá minn skammt af glæsilegri tónlist um helgina.

Niðurstaðan er sú að ég er heilum 46% glaðari en venjulega.

Words of no name
I met this girl
who I already knew
swept my little existence
from the grassroots
painted my feeling
gentlehard
and gave life
to this empty canvas.

Orð dagsins er: Söknuður.

Hlustandi á Rain dogs með Tom Waites og
best of Patsy Cline ......clap hands!!.

Góða nótt.