Umfram allt og ekkert

Monday, February 27, 2006

Kaldhæðnin er yndi

Einsog áður ég hef sagt þá átti ég afmæli á laugardaginn og
losnaði undan þjáningu sem í formi kvenmanns var.
Kaldhæðnin er sú að er ég var laus fórum við vinirnir á Vegamót
þar sem dansað var eftir mestu megni. Í miðjum flippi kemur á
fóninn It´s my party and I cry if i want to:).
En ég grét nú ekkert í þetta skiptið enda búin með grátkvótann
(allavega í þessu sambandi). En við hlógum ansi mikið þegar lagið kom.

Nú þegar maður býr yfir meira frelsi er málið að fara að hitta vini
sem hafa verið skildnir soldið útundan.......verstu 8 mánuðir lífs míns
hafa runnið sitt skeið.

Sunday, February 26, 2006

Skemmtileg helgi!!(og aðrir atburðir)

Helgin byrjaði á rólegum nótum með tilheyrandi sjónvarpsglápi og vitleysu.
Á laugardeginum átti ég afmæli og byrjaði sá dagur klukkan átta er ég mætti
á sjálfsvarnarnámskeið(mætti reyndar 45min of seint). Eftir það var farið í heimahaga
og hitt fjölskylduna og borðaður góður matur. Þaðan var farið í partý til Pásanovic sem
gaf mér hest í tilefni dagsins(takk fyrir það my man!!). Þaðan var farið í bæinn og
þar loksins öðlaðist ég frelsi frá klikkuðustu mannveru sem litið hefur á sjónvarpsskjá.
Sambandið var ekkert nema prísund!!.

ÞAÐ ER GLEÐI AÐ VERA .
Hamas og lifrarkæfa
Over and out.

Monday, February 20, 2006

Fór á djammið á föstudaginn og var grímuball í vinnunni og þaðan
fórum við á Gullöldina þar sem maður mátti ekki dansa né reykja
á dansgólfinu(þetta er víst svakalegt vandamál þarna á Gullöldinni).

Ég,Viktor,Elva og Karen græddum bjór þar sem við þóttumst vera
samkynhneigð pör og ég og Viktor vorum á leið í hnapphelduna.
Vil ég biðjast afsökunar til parsins sem í góðlæti sínu bauð okkur upp á
bjór í þessu gríni okkar(sem beindist alls ekki að þeim heldur að forhertum
andófsmanni homma og lesbía).

Á laugardaginn horfði maður á evróvision þar sem úrslitin voru aldrei spurning!!.
Hélt einhver að hún myndi ekki vinna?? Gettþafokkátofhjér.

Gott í bili...kannski meira seinna í dag.
Lifið hálf

Monday, February 13, 2006

Samsærið(sem ég gleymdi að skifa um í gær).

Hef gert ótrúlega uppgötvun. Hef komist að því að Latibær Inc. er ekkert nema uppeldisstöð fyrir framtíðar hermenn fyrir Bandaríkin. Hvernig veit ég það?? Ekki hugmynd en er ekkert grunsamlegt hvað þetta dæmi sprettur hratt upp.
Síðan eru þeir með Orkuátak þar sem krakkar eru að keppa í sjónvarpi í hinum ýmsu þrautum sem gætu átt sér stað á orrustuvelli(hver veit?). Svo eru þeir komnir með feit sambönd í USA þar sem takmarkið er að taka feita gríslinga og breyta þeim í illgjarnar drápsvélar.
Held að Bandaríkjastjórn sé búin að heilaþvo greyið Scheving og kallinn er bara lítið peð í risastóru taflborði Bush-stjórnarinnar. Hann Scheving er víst hættur að fara í splitt, hann er svo illa þveginn. Og ekki segja að ég sé paranoid og að ég ætti að láta grasið eiga sig því það er akkúrat það sem þeir myndu segja!!.

En út í annað.... er núna undanfarna daga búinn að lenda ansi oft í því að vera að syngja á förnum vegi haldandi að ég sé einn í góðu flippi(tek fram að ég er ömurlegur söngvari) og er nappaður af öðrum gangandi vegfarendum mér til mikillar skammar(og þeim til mikillar gleði). Var í strætóskýli um daginn þegar þetta gerðist og langaði til að hverfa oní jörðina af skömm en þurfti þess í stað að bíða í 15min. eftir strætó með manneskjunni sem tísti einsog mús í hvert skipti er ég horfði í átt til hennar. Ansi vandræðalegt!! :).


Fór að hugsa um draugastríðsmenn sem Bandaríkjamenn borga undir og hjálpa þar af leiðandi illum ríkisstjórnum að vera áfram ill. Í framhaldi af því hugsaði ég hvort maður yrði dæmdur sem hetja eða skúrkur nú til dags ef maður myndi svo sem aflífa eitt stykki Bush forseta.Hann er engu betri en næsti morðingi sem gengur laus. Ætli hann hugsi e-h um öll þau saklausu fórnarlömb sem hafa dáið.

Hugsaði um að hætta að nota hugarbreytandi efni í dag.....en bara í splitsekúndu. Hlýt er vera veikur.

Segi þetta þrælfínt í dag...Ciao

Sunday, February 12, 2006

Samsærið.....

ég þoli ekki strætóskýli borgarinnar. Það er með ólíkindum að einhvern skyldi detta það í hug að setja upp skýli sem rignir í gegnum. Sætin eru alltaf blaut og vindurinn fær að leika frjáls um allt svo ekki sé minnst á það hvað þetta býður uppá skemmdarbrot. Með ólikindum stupid hugmynd. Varð að koma þessu frá mér þar sem ég er svo pirraður á þessu.



Lenti í fyndnu atviki áðan. Var að spila fótboltaleik í pc og þegar leikurinn spilast er ávallt leikskýrsla með nöfnum leikmanna og hvernig þeim gengur í leiknum. Til að gera stutta sögu styttri hét markmörðurinn í liðinu á móti mér hinu langa nafni Joao Paulo Ferreira de Jesus.
Á leikskýrslunni kemst þetta langa nafn ekki allt fyrir þannig að þar stendur Joao Paulo Ferreira de og svo ekkert meira. Leiknum er lýst með setningum sem þjóta á ljóshraða yfir skjáinn(er með þetta í Quickmode) og þá kemur þetta margfræga nafn hans Jesus alltaf fram og þá hugsaði ég einmitt:Vá ,soldið flott að heita Jesus og ákveð að skoða hvaða leikmaður héti þessu nafni Jesus. Er ég fer yfir leikskýrsluna tek ég alls ekkert eftir nafninu og eftir ansi langa leit þá hélt ég í alvörunni að eitthvað mér æðra væri að reyna að segja mér eitthvað en þegar ég var loks búinn að skoða persónulega skýrslu allra leikmanna hins liðsins sá ég að þetta var bara ég að vera auðtrúa freðinn andskoti.

Hef þetta ekki lengra í dag....eða hvað??.

Friday, February 10, 2006

Still got it!!

Lenti í þeirri skrítnu reynslu að kona á eldri árum blikkkaði mig
er hún var á leið úr strætó. Get alveg viðurkennt að kallinn er
smá veikur fyrir konum í eldri kantinum þannig að egóið
hækkaði um alveg heil 11% við þetta blikk hennar.
Þakka ég henni fyrir það.

Annars er ekkert annað merkilegt að frétta....í bili.

Thursday, February 09, 2006

Skemmtilegar fréttir!!

Fékk þær æðislegu fréttir í dag að það verður eitthvað
helvítis sjálfsvarnarnámskeið þegar kúturinn ég á afmæli.
Alveg æði að þurfa að eyða deginum(sem í plús er laugardagur)
við að hlusta á einhvern fyrirlestur um hvernig verja skal sig.
(Er ekki nóg að öskra eða bara láta einsog einhver nutcase?).

Þar að auki er grímuballspartý í vinnunni þann 17.feb.....æði!!!.
Af hverju þarf alltaf að dressa sig upp einsog fífl til þess að drekka?
Er ekki hægt að einbeita sér bara að því mikilvæga.....sem er drykkjan!!.
(Setningin fyrir ofan var sponsuð af Budweiser).

Ég Sá Hest Sem Var Góður.

Langt langt í burtu eru aðrar verur í geimnum sem eru að hlæja að okkur
af því að við erum að rífast útaf skopteiknimynd af manni sem er alveg
örugglega ekki til. En ég hef gaman af heimsku heimsins.

Bið að heilsa,ciao

Tuesday, February 07, 2006

Er nú að byrja að blogga á nýjan leik eftir mikla lægð. Get ekki lofað að hætta einsog skot því öll blogg hingað til hafa endað í tómu tjóni.

Vinur minn kær sem dvelur þessa dagana á Djúpavogi er með þennan lista af spurningum sem ég fyllti út og er hann hér fyrir neðan. Ef einhver annar en kær vinur minn les þetta blogg má sá hinn sami fylla kvikindið út. Takk fyrir það!!.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í einu orði?
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér e-ð, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þér e-n tíma langað til að segja mér e-ð en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Mín aðalhugsun þessa dagana er sú að það virðist vera í tísku að skilja mig ekki þessa dagana og það skiptir nánast engu máli hver á í hlut. Þess vegna hlakka ég til að mæta í vinnuna á morgun. Þar mun ég hitta einn minn besta vin.
Hann er þroskaheftur og ég sé um hann að mestu og dýrka hann.
Þegar hann reiðist mér(einsog þegar ég vill ekki teikna Tomma og Jenna fyrir hann eða reyni að virkja hann til vinnu) þá slær hann einfaldlega í áttina til og þá neyðist ég til hóta honum för inní time-out herbergi(sem er svona get-a-grip-you-crazy-fu**-herbergi) og eftir að hafa rúllað honum rólega inní herbergið(sem var drulluerfitt fyrst) róast hann niður og verður ljúfur einsog lamb.
Engin helvítis langrækni þar á bæ.

Eitt lítið ljóð eftir kútinn sem fékk þann heiður að vera ljóð dagsins
á ljóð.is þann 18.des 2005.

Heimurinn er flókahár
vafið tættum sárum
hýsir örlög úlfhópsins
grynnkar vitund ástandsins
en vitjar oss í sannleik
hinum geðveika vef ég spinn.

Þangað til næst...hafið það gott.