Umfram allt og ekkert

Saturday, September 30, 2006

Stutt skal það vera.

Fór í heimsókn til Pásanovic og ætlaði hann sér að eitra fyrir mér.
Kjaftaði af sér en ég bauð mig þá bara fram í vitleysuna.
Hef sjaldan vitað mig verri.......

Ætla mér á Sirkus í kvöld í fyrsta skipti í allavega ár að ég held.
Ætla að dansa af mér Djöfulinn og bjóða betri vitund í partý.

Reyndi að senda kærri vinkonu e-mail á báðar hennar póstföng
en kunni það svo ekki án þess að þurfa skrifa allt niður aftur.
Er með eindæmum sorglega tölvuheftur.

Hef verið að hugsa of mikið hvað ég ætti að skrifa næst svo ég hef
ákveðið að snarstoppa.

Orð dagsins er: Skuggaverk.

Súdan

Sunday, September 24, 2006

Sloth

Hef nú tileinkað mér eina af dauðasyndunum 7 og verið í
miklu letikasti. Allt sem ég geri er hálfklárað, rétt nógu gott
í staðinn fyrir afbragð og síðan einfaldlega bakkað burt frá verki.

Er þessa stundina að reyna koma í verk að mála herbergi og allur
undirbúningur var svo lélegur að ég er að redda hinu og þessu þegar
ég á að vera löngu búinn að redda því. Letiskepnan sem maður er!.

Er ég þessa dagana að stefna eitthvað áleiðis eða er ég stopp?.
Þarf að fara að vinna að einhverju takmarki.

Miriam Makeba er enn mikið í hlustun og íhugun.....langar til Afríku.

Dreymdi að ég skaut stelpu í sjálfsvörn(hún skaut að mér fyrst) og
síðan læddist ég að öðrum og bankaði létt byssunni á höfuð hans og
þegar hann sneri sig við ætlaði ég að taka smá aftökustíl á hann en
þá var ég búinn með skotin. Hljóp þá í burtu og hann skaut mig þrisvar
í bakið. Fann fyrir þessum sting og doða sem er svo oft talað um.
Mjög skrítið og óþægileg tilfinning.

Þessi pistill átti að vera lengri en einsog ég hef skrifað þá er allt
hálfklárað hjá mér þessa dagana.

Orð dagsins er: Áleiðis

Bibbidy babiddy búú.

Friday, September 22, 2006

Sittlítið

Var á gangi er ég sá mann keyra Laugarveginn og hann leit
alveg út einsog sá merki maður Halldór Laxness.
Stuttu seinna er ég var í miðjum klíðum knattspyrnunnar
kom þar inn Hank Azaria, fullskeggjaður og með gleraugu.
Mjög skrítið vægast sagt. Arsenal vann leikinn og sáttur ég.

Vorum að skreyta vinnustaðinn uppá nýtt og fékk maður að
taka smá stóran Tetris á þetta og setja saman eitt herbergi.

Er hættur að taka inn svefnlyf(bæ Imovane) því ég er einfaldlega
dauðhræddur við þetta rugl. Hræðir kúkinn úr mér:).

Hef verið veikur og átt erfitt með matarlystina.
Núðlurnar líta út einsog ormar:(

Krukka
Um morgunninn ég vaknaði
og þyrsti í það að brjóta krukku.

Svo vildi ég líma hana
saman
og faðma.

Ætla að mála allan heiminn. Eða ca. 14fermetra af honum.

Orð dagsins er: Ættjörð

Syndin vel synt er.

Saturday, September 16, 2006

Til þess er að velja.

Hef valið að vera drukkinn þrátt fyrir örmagnaþreytu(nýyrði?) .
Gæti ekki ímyndað mér hvað ég ætti að segja meira.

Good salute

Orð dagsins er: Þraut.

Salsa meira meira

Thursday, September 14, 2006

Hún heitir......

Vinkona mín sem hjálpar mér að sofna heitir Imovane. Mér var vísað
til hennar af lækni mínum. Finnst soldið skrítið að hann skyldi láta mig
fá svefntöflur þegar ég á við andvökur að stríða og á erfitt með að vakna
á morgnana. Vonum það besta!. Annars hef ég alltaf ég alltaf verið soldið
skelkaður gagnvart svona lyfjum.

Er bara búinn að hlusta á Miriam Makeba síðustu daga, án gríns.
Diskurinn stoppar og ég ýti aftur á play. Taumlaus gleði.

Orð dagsins er: Trúfesta.

Monday, September 11, 2006

11.september

Ég man að þennan óhugnanlega dag var ég atvinnulaus einsog
ég stundaði svo oft áður og var að vakna í sakleysi mínu þegar
varpið sem hafði verið í gangi alla nóttina sýndu mér þessar
hræðilegu fréttir. Nú fimm árum seinna(sem virðast aðeins
hafa verið 2-3ár) eru uppi hugmyndir um að bandaríkjastjórn
hafi átt þátt í tilræðinu. Pælið í því!!
33% bandarísku þjóðarinnar trúir því statt og stöðugt að þeir
eigi sinn þátt aðeins til þess að geta haldið almenningi í skefjum.
Sama hver sannleikurinn er þá hefur þetta ástand bara leitt af sér
verri og verri hluti, því miður!.
Ég man að lítil börn héldu að það væru margar sprengingar því
fréttastöðvar sýndu þetta náttúrulega í gríð og erg.
Sýnir mátt sjónvarpsins. Svipað og þegar fólk hélt að hlutirnir kæmu
útúr kassanum þegar sjónvarpið kom fyrst á markað.

Diskur dagsins: Miriam Makeba and the Skylarks(best of)

Orð dagsins: Fljóð

ýlfra ég þá!!

Sunday, September 10, 2006

Að segja bara til þess að segja.

Hef ekki svo sem mikið að segja. Get með sanni sagt að
lífið fari á ofur eðlilegum hraða og ekki mikið sem ég þarf
hugsa til framtíðar með. Einhver sagði að ég væri hættur
að blogga og þá ákvað ég að gera eitthvað í því. Ofur einfalt.

En ég get sagt að þessa dagana er mig að dreyma um jakka
sem ég sá í Elvisbúðinni og dauðlangar í. Mig langar ennþá
mjög svo mikið í moonboots.....það er á hreinu!.
Ætla að elda mér pizzu á eftir...það er á hreinu!.
Vantar líka nýja skó.
Ég fór á vinnudjamm á föstudaginn og það var ágætt.
Endaði aðeins of fullur einsog venjan oft er og var þar
af leiðandi í letikasti á laugardaginn. Gekk ekki í
Gengið til góðs göngunni(sofið til góðs gangan væri betra!).

Byrjaður að lesa Hús andanna(Isabel Allende) o9g lofar hún bara góðu.
Ætla mér svo að lesa Canterbury tales eftir Chaucer. Aðallega af því
að hún kom í myndinni Seven. Las reyndar Inferno(Dante) og
Paradise lost(Milton) útaf því að þær voru nefndar í þeirri mynd.
Fuckin' Dante... poetry-writing faggot! Var ekkert svo hrifin sjálfur!.
En allt í lagi lesning.

Sofna nú á kvöldin með vinkonu minni Amovain(eða heitir hún Emovane?).
Man ekki.....skiptir ekki máli.

Nenni ei meir.

Orð dagsins er: Sefjun.

3faldur Bailey´s.