Umfram allt og ekkert

Sunday, March 25, 2007

Klámið

Nú á dögum er allt að verða vitlaust útaf klámvæðingunni
sem tröllríður yfir landið og eru ákveðin "kvikindi" í þjóðfélaginu
sem mega ekki sjá konu beygja sig á síðum blaða og þá er það
orðið að klámi.
Ég vil bara spyrja hvort það sé ekki eitthvað mikið að þeim sjá
sjá nánast klám útúr hverju sem er. Þegar þetta er orðið svo
svæsið að maður má ekki sleikja ísinn sinn vitlaust þá finnst
manni umræðan orðin ansi skrítin og maður hættir að taka
mark á henni. Einhvers staðar las ég í viðtali að það eina sem teldist
ekki klám hjá þessum "kvikindum" varðandi samfarir væri sú
eiturhressa stelling trúboðinn. Mikil ósköp hlýtur maður að vera
sjúkur í kollinum!! Maður er bara perradjöfull og hvaðeina.
Held að það sé ekkert skemmtilegra við kynlíf og samskipti kynjanna
þegar sú ákvörðun er tekin að prófa eitthvað nýtt sem maður hefur
ekki prófað ennþá. Þar tvinnast saman sameiginlegur áhugi,forvitni,
tilhlökkun og oft á tíðum mikil gleði, hvort sem það er gleði yfir að
hafa uppgötvað eitthvað nýtt eða einfaldlega gleði að geta hlegið að
hvort öðru fyrir að halda að maður gæti virkilega gert þetta svona vertical
og uppá eldhúsborði á sama tíma.
Ég er einn af þeim sem var kominn langt yfir tvítugt þegar ég loks
stundaði þá yndis iðju sem kynlíf er og ég get sagt fyrir minn smekk
að hefði ég ekki haft klám á þeim tíma hefði ég endanlega farið yfir um.

Auðvitað eru til myrkar hliðar á þessu öllu og sumt klám er svo langt frá því
að vera fallegt að manni stendur ekki á sama en það á líka við um allt!!
Það er engin lausn á leiðinni varðandi neitt af því sem er að í þessum heimi,
það verður hungursneyð,fátækt,stríð,morð og alls kyns óþverri sem mun
þrífast hérna á Hótel Jörð alveg þangað til þú,ég og allir aðrir lifa sinn
hinsta dag. Þar af leiðandi skil ég ekki allt þetta rugl varðandi klám.
Kannski er ég bara að skrifa í kynlífsgremju og hef ekki neitt rétt fyrir mér.
Veit það ekki. Nenni þessari færslu ekki lengur, vonandi var þó eitthvað
vit í henni.

Orð dagsins er: Samsuða

Njótum þess líkt og minkur myndi gjöra

Saturday, March 24, 2007

Hárið

Það er ótrúlegt þegar maður fær hugmyndir sem einfaldlega
vilja ekki úr hausnum fara. Þegar ég var á leið útí sjoppu í gær
laust niður þessari sterkri þörf til að klippa á mér hárið og
tilfinningin og þörfin hefur bara magnast ef eitthvað er
nú þegar ég er vaknaður. Einhvern tímann sagði ég að þegar
að því kæmi að klippa hárið stutt myndi ég einfaldlega snoða mig.
En núna vill ég bara fá einhverja fína klippingu.
Ég hef aldrei viljað hafa lengra hár en niður á axlir þannig að ég hef
svosem ekkert meira að keppa að.
Í gegnum tíðina hef ég verið frekar hændur að hárinu mínu
og þar af leiðandi kemur þessi skyndilega þörf einsog þruma úr
barmamiklu brjósti, en ég fæ svona: "Ég verð ei frjáls fyrr en hárið
fýkur" tilfinningu. Er ég kannski bara skrítinn?
Heil færsla bara um hár.........

Orð dagsins er: Málamiðlun

Fjúk burt, þá rós lifir

Friday, March 23, 2007

Til vinnu tilbúinn

Nú þegar maður hefur komist heilu og höldnu
hingað til Svíþjóðar þá fer maður að koma sér í
þann gírinn að fara flytja sem er eitthvað það
leiðinlegasta sem ég geri, fyrir utan það að
flysja kartöflur. Annars verður þetta bara massað.

Þetta ljóð orti ég á leiðinni yfir til Svíþjóðar
Ótitlað
Óbyggðir sálar minnar
flykkjast hægt
með straumnum og
með flóðbylgjunni
fylgir eyðileggingin þú.

Ég reyni að synda
aftur á yfirborðið
en drukkna að eilífu
án þess að deyja.

Í Danmörku var fjör, kom á föstudegi og spiluðum við pool
og sötruðum smá en aðal ruglið var á laugardeginum sem var
Saint Patricks day. Byrjuðum kl:2 og á Bloombar og vorum þar
til að verða 2 um nóttu en þá var farið á Basement sem var frekar
glatað dæmi. Fórum síðan heim og héldum áfram að drekka og
uppgötvaði ég svo daginn eftir að ég hafði í raun aldrei verið þunnur
fyrr en á sunnudaginn. Síðan var restin af ferðinni soldið svona í
anda Cheech&Chong eiginlega. Góðir hestar þar á ferð:)

Orð dagsins er: Innilokunarkennd

U-hu

Monday, March 12, 2007

Svíþjóð er æði en Danmörk svo nærri.....

Nú þegar helvítis Þorskurinn hefur alið beljuna hér
í Svíaríki í nokkra daga er mann samt alveg farið að
klæja í iljunum yfir að vera fara til Danmerkur og
hitta Boz og Óla þar. Það verður eitthvað skrautlegt
í meira lagi.

Fór á æfingu með Sibba og stóð mig alveg þokkalega
vel. Hitti úr flestum skotum utan af velli en þegar kom
að því að skora undir körfunni var maður alger sulta.
Þar af leiðandi tók maður bara skotin fyrir utan.
Skandinavía(ég, Sibbi bró og e-h Svíi) unnum Bosníu
rasistana 11-8. Fer aftur á morgun og verður fínt að geta
hreyft sig aðeins fyrir ruglið í Danaveldi :)

Sá Capote núna í kvöld og get alveg mælt með henni,
Hoffman er náttúrulega bara snilldar leikari.

Hef þetta ekki lengra núna.

Orð dagsins er: Eftirvænting

Casa nostra

Wednesday, March 07, 2007

Bara smá ljóð

Ótitlað
Dagurinn taldi meira
en sjálfan sig
ég held ég sé að sofna
þrumur gnýsta
tilfinningarnar áfram
enda engin ástæða
til annars því stundum
er ég í kvikindalíki.
Skrifað í lok djamms ´05

Orð dagsins er: Sleppa

Gaman að vita af yður á stjá, já svo er víst

Tuesday, March 06, 2007

Jeg ar her í Svedens, ja!!

Eftir að hafa unnið af mér skrattann vakti ég þangað til
ég fór í flugið og gat sofnað í fluginu liggjandi þvert yfir
þrjú sæti. Ekkert var kvartað undan því en þegar ég var
með of mikinn vökva á mér þá ætlaði allt vitlaust að verða.

Lenti á Kastrup og keypti mér miða til Landskrona og gekk
ferðin áfallalaust þótt ótrúlegt sé. Fór framhjá Lund sem ég
villtist til í minni síðustu ferð til bróður míns.
Er búinn að baða mig í ánægju yfir að hitta litlu frænkur og
þetta fólk sem gat þeirra.

Vinkona mín sem er sænsk að fullu fór til Íslands sama dag
og ég til Svíþjóðar. Eins gott að ég ákvað að sleppa surprise-komu
minni, það hefði verið frekar glatað:)

Ástin
Fegurðin slær einsog bylur,
laufin mynda mynstur sem
í fljótu bragði
leyfa mér að ætla að ég sé ekki
með allt á hreinu í kollinum.
Ég engist um á gólfinu og
í vitfirru finn að tárin eru
sölt á bragðið.
Ástin er vinkona
sem ég hefði alveg getað
afborið að kynnast ekki.
Ástin er vinkona sú sem
hefur samt mótað þennan
ylfing að því sem hann er
í dag og verður áfram.

Orð dagsins er: Heilög

Nepja