Umfram allt og ekkert

Monday, July 31, 2006

Fyrsta ástin

Fyrsta stúlka sem ég var skotinn í
birtist í sjónvarpinu þegar ég var
á milli nýjunda vetra og tíunda gamall.
Þá sýndi stöð2 myndina Karen Carpenter story
og féll ég flatur fyrir fegurð Cynthiu Gibb sem lék
hana og dýrkaði ég svo tónlist Carpenters. Svo er ég sá
Karen Carpenter sjálfa varð ég(að ég held) ástfanginn
í fyrsta sinn. Síðan þegar ég horfi nú til nútímans hef
ég gerst svo glöggur að uppgötva að nánast allar stúlkur
sem ég hef orðinn hrifinn af(eða er hrifinn af) hafa
skartað dökku hári líkt og Karen Carpenter.
Er þetta ógeðslega skrítið eða bara merkileg tilviljun?.

Annars var helgin fín, gat boðið vini í mat, sælgæti og
sjónvarpsgláp og haft það fínt. Horfðum á Donnie Brasco
sem er mögnuð mynd.

Á sunnudeginum fór ég á Miklatún og horfði á Sigurrós
í frábæru veðri. Kom aðeins of seint og þeir voru byrjaðir
að spila og er ég nálgaðist fann ég fyrir smá ró innra með mér.
Eitthvað við tóna þeirra sem senda mann annað.

Stúlka sagðist elska mig og ég gat ekki sagt við hana
til baka að ég elskaði hana. Ekkert þægilegt(á báða vegu).
Þykir samt vænt um hana(ef það skiptir einhverju).

Orð dagsins er: Skúmaskot.

Leggst svo hugur til rekkju.

Saturday, July 29, 2006

Löt helgi(og aðra upplýsingar)



Malva benti mér á að skoða þennan listamann og er ég skrifa þetta veit ég ekki en hvort hann(listamaðurinn þ.e.a.s) er karlmaður eða kvenmaður(René Magritte......gæti virkað á báða vegu, er það ekki?).

Annars finnst mér þessi mynd geggjuð.

Hóf innrás á matarbúr móður minnar og er að hreinsa úr kistunni allt það sem hægt er að leggja sér til munns í kvöld og í nánari framtíð. Þoli ekki endann á mánuðinnum.

Orð dagsins er: Forði.

Saddur fer ég að sofa þó.

Friday, July 28, 2006

Tilraun(nr.2)

Er að gera tilraun til að setja myndir á þessar
blessuðu nethugrenningar mínar(þetta er tilraun2)

Maðurinn sem prýðir þessa könnu sem seld er
á hinum gróskumikla veraldarvef heitir
Phillip K. Dick og hefur samið tvær bækur
sem hafa vakið hjá mér gleði og undursemi.
Þessar bækur heita A scanner darkly og Do androids

dream about electric sheep(Blade Runner er gerð eftir henni if some knows who?).

Annars vona ég að þetta allt takist með þetta add image dæmi.
Hef aldrei átt samleið með hinum tölvuvædda heimi.

Breytti líka nafninu á þessu bloggi því ég var farinn að fyrirlíta
það gamla svo mikið að það lá við sjálfsslysi(nýyrði?).

Ótitlað
Ég gerðist Guð
í faðmi lífsins,
hlutverk mín
endast ekki lengur
því í allsnægt
stjórnar samviska
og hér er ekkert skjól.

Fann fullt af málningu og ætla að slappa af og mála
kannski eitt stykki mynd og lesa bókina.
Lítil hestur í fylgd, góð tónlist og bjór.

Dreymdi að ókunnug stúlka klippti mig svona buzzcut ásamt
því að raka skallabletti inná milli. Man að ég var hæstánægður.
Síðan var mér sagt í vinnunni að það boðaði það að einhver
myndi hirða af mér aura. KB banki sendi bréf. Hló að fáránleikanum.

Hlustandi á Björk,Isobel og ætla mér á Sigurrós á sunnudag.

Orð dagsins er: Unnandi.

Sjóferð sú.

Wednesday, July 26, 2006

Ótitluð hugsun

He Fnúg ErTþ a ðað /list/gr/ ein(e(l)da he/st að)(s)pæn skumsið.
Og
er bara sáttur við það!.

Lítið eitt að frétta en Anke er á leið hingað þann 17.ágúst og verður
í um það bil viku. Síðan flytur hún að ég held hingað eftir áramót.

Er hálfnaður á bók sem er að gleðja á mér heilastarfssemina.
Er byrjaður á allskonar rugli(mála smá, skrifa smá, beygja járn
og flysja tré) og er alveg að missa mig í gleðinni.
Finnst fínt að vera án sjónvarpsins.

Orð dagsins: Sneypuför.

Þetta var sagt.

Sunday, July 23, 2006

Þegar þreytan bugar mann

Er að drepast úr þreytu/þynnku. Langar að skrifa margt en
líkaminn einfaldlega vill ekki fylgja huganum.

Þannig var nú það.

Orð dagsins er: hugþreyta .

Sísí mucho.

Thursday, July 20, 2006

Sný bráðum aftur, mitt eðlilega líf

Á morgun mun ég taka lest til Köben og um
klukkan nákvæmlega 22:45 mun ég yfirgefa
sumarfrí mitt og snúa til þess að hefja aftur
hina venjulega hringrás.
Er feginn að fá helgina til að melta þetta allt.

Fer í fimmtugs afmæli til Rebekku(laugardag)
sem er að vinna með mér og býst alveg við því
að verða óhemju drukkinn einsog manni einum
er lagið enda nýkominn með tollvarning.

Hef ákveðið að vera meira virkur á listræna sviðinu
og taka upp strigana mína og olíuliti.
Ætla líka að byrja að skrifa meira en ljóð og er ég
skrifa þetta sé ég svolítið eftir að hafa eyðilagt
nánast allt það gamla sem ég hafði skrifað.
(Á það til að ritskoða sjálfan mig um of).
(Sem er slæmt!).

Í Dada almanakinu er tilvitnun sem segir að ef maður
sættir sig við eigin geðveiki mun sú hugsun um að
verða heill á geði hljóma sem geðveiki.
Man að ég fann sjálfan mig í þessu.
Dada er ekki neitt, Dada er allt.
Dada er lífið, Dada er dauðinn.
Umfram allt er finnst mér þetta bara skemmtilegt hugarfar.
Hef fyrir löngu vitað hvað ég er geðveikur.
Um að gera að njóta þess.
Þarf að eignast bókina svo ég geti klárað hana.

Er að hugsa mikið um hana og það er að gera
útaf við mig oft á tíðum.
Var búinn að lofa sjálfum mér að detta ekki í
svona hrifningu en maður ræður þessu víst ekki.

Ætluðum allir bræðurnir að fara á heljarins fyllerí
en svo sofnaði sá elsti og allt áfengi læst útí bíl.
Las þá bara allt bloggið sem Malva(æðislegt) hefur gert
og borðaði smá af íslensku nammi.
Skrifaði svo þessar hugsanir á blað og geispaði.

Orð dagsins er: Hafgola

Góð er nóttin, börnin rólyndu sofa.

Þegar ég fæ hrós

Var að leika við litlu frænku þegar tengdamóðir
hans Sigurbjörns brósa sagði að ég yrði meira
en góður faðir heldur yndislegur sem slíkur.
Gladdist mikið innra með mér.
Fékk síðan einróma hrós fyrir pastaréttinn minn
en get ekki sagt að það hafi haft eins mikil áhrif.

Er að fara á Frón á morgun og er ekkert svo spenntur
fyrir því að yfirgefa sumarfrí mitt:(
Á eftir að sakna þess að vera hér.

Lífið er dans á þyrnum
en ef sálin leitar
nógu djúpt
er hægt að tippla á þeim
án þess að alvarlega slasa sig
og á endanum er opin rós
sem tekur á móti manni
með öllum þeim ilm
sem hún á að sér.

Ætlum að fara á massa fyllerí bræðurnir
svona síðasta kvöldið hérna fyrir utan
það að brósi er hættur í vinnunni sinni.

Orð dagsins er: Hugsjónarblekking

Adieu mannfólk gott

Wednesday, July 19, 2006

In my life

Á það til að vera að hlusta á eitthvert lagið
og það snertir einhverjar taugar og þegar
ég næ að tengja svona allsvakalega getur
einn texti, ein melódía eða jafnvel bara einn
léttur fiðlustrengur sent mig í það ástand
að ég einfaldlega fer að hágrenja.
Í þessu tilviki var það In my life með Beatles
og textinn: All these places had there moments,
but lovers and friends I still recall,
some are dead and some are living(hér byrjaði táraflóðið),
in my life I loved them all.
Ég fór að hugsa um Hjalta minn sem ákvað að kveðja
þennan heim langt á undan okkur hinum(sakna þín
svo mikið) og síðan fór ég að hugsa....um þig.

Lofgjörðir manna

kæfðar eru í syndum
siðleysi stanslaust
teygir sig í nýjar hæðir
einn ég sit og sauma
bara af því ég kann það
sorglega drukknuð
veröldin er.

Afsakið meyrð mína....hún á sér samt tilvist.

Þurrka tárin sem voru grátin hvorki
í gleði né sorg heldur einfaldlega vegna
þess að ég er.

Hlustandi núna á Say what you want með Texas....
...........og gæti alveg grátið meira....en ætla að sleppa
því..........þar til næst.

Monday, July 17, 2006

Runt omkring mig finns gudomlig ordning!

Malva og elskuleg modir hennar eru buin ad leifa mer
ad gista her i studioi modur hennar og er buid ad
vera guddomlegt. Forstar?.

Hitti pabba hennar sem var rokkstjarna i den og hitadi
upp fyrir Jimi Hendrix og Rolling Stones hvorki
meira ne minna. Systir hennar Rosa var herna lika med
rottuna sina Brynju. Klappadi henni ohraeddur.

Forum a markadinn og eg keypti fimm flott postkort.
Eitt thar sem Johnny Cash er ad gefa puttann. Mjog kuul.

Er buinn ad fa fri i vinnunni thannig ad eg kem ekki fyrr en
a laugardaginn sem er aedislegt.

Fekk Balzams skot sem a ad drekkast haegt(45%) en vitlausi
eg tok tad i einum rykk:) . Ekta Islendingur(sbr.vitleysingur).

Lifid er bara laufblad
vid donsum svo hratt
i kringum thad,
svo um spurningu lifsins
spyr hver er eg?
Ferdalangur snaudur
eda lifsgladur hugsudur
sem skeytir engu um thad
hvert hugsjonir i volundarhusi
sinu ferdast.
Er eg finn blod mitt
renna ljuflega
opnar tomid dyrnar og
bydur mer i dans litinn
sem audveldar thessa mislongu for.

Her hef eg komist ad thvi ad eg get
i alvorunni thjalfad maura i hernad.

Ord dagsins er: Thakklaeti

Karma og DaDa.
Kvedja til vina.

Friday, July 14, 2006

Nr.2

Drukkinn......bara láta vita af sér!

Annað orð dagsins er: Ölvaður

Verið nú stillt við hvort annað.

Bara að láta vita!

Er nú á leiðinni á barinn með litla brósa og ætla
að sötra eitt stykki af öl. Fyrsti bjórinn í Svíþjóð.

Reyndi að búa til White Russian í gær en það
vantaði öll hráefni. Af hverju geymir fólk tómar
flöskur í húsi sínu og vekur upp óþarfa spenning?.

Sakna ekki Íslands, bara fólksins sem á heima þar.

Orð dagsins er: Lærdómur.

Skál!

Thursday, July 13, 2006

Hér er ég!!

Er búinn að vera í ótrúlega góðu flippi
í Danmörkinni og búinn að dvelja mestan
minn tíma á Íslandsbryggju.
Fórum á Hjálmar í Christiania er við komum
og hittum fullt af Íslendingum sem maður
þekkti mismikið.
Fór einn á fyllerí á laugardeginum og endaði
klukkan 5:30 á Íslandsbryggju(einn á ferð)
og hoppaði útí er sólin var að koma og sofnaði
svo til hádegis og skaðbrenndi mig. Sem betur
fer flagnaði ég ekki fyrr en komið var til Svíþjóðar
í chillið(Patrick Bateman atriði í gangi).
Allt í allt mjög skemmtilegt.

Þakka þér það sem liðið er,
er þetta ekki bara rjóðramistur
í augum mínum?
Er ég hér með þér?
Eða erum við bara að reyna?
Við skulum emja!.


Þegar ég ætlaði að fara til Svíþjóðar tók
maður auðvitað vitlausa lest og endaði
í Lund(sem er fínn staður) og eyddi þar
af leiðandi slatta af þeim litla pening
sem maður á. Annars vaknaði ég í dag
og fór í Kungsmasse sem er kringlan
hér í Varberg. Fór með litla bróður(stóri
var í vinnunni), Örnu, Tengdóbrósa og
Hildi Þórey sem er engillinn minn og
dóttir stóra brósa. Gæti borðað hana
með smjöri.

Hér mun oss breiða
út vængjunum
hér er allt önnur sál
sem þú knýrð,
leikvöllur lífs þíns
í margföldu veldi
ánægja skurðuð við
afmörkuð hylki
sem halda í þessa
tjáningu stundarinnar.

Nú ætlar maður bara að kíkja í smá
körfubolta með brósum tveim.

Hlustandi á Megas, Nick Cave
og Simon&Garfunkel.

Bið góð öfl að strjúka kinn ykkar.
Kveðja frá útlöndum.


Tuesday, July 04, 2006

Danmörk á morgun!

Á morgun mun ég hefja innrás mína í Danaveldi og mun
ég loka þessum hring með því að herja á Svíana og hitta
bróður minn, fjölskyldu hans og fallegt fljóð.
Er að deyja úr spenningi.

Var í tvær vikur á Djúpavogi í heimsókn hjá Krugernum
og er strax farinn að sakna drengsins. Luv ya!!
Kem aftur í vetur. Soðinn hanski.

Lenti í því að þurfa að borga 8300kr fyrir endurnýjun á
vegabréfinu mínu. Svoleiðis þoli ég ekki. Nokkur skemmtilegheit
farin í súginn þarna. Rán á hábjörtum manni.

Orð dagsins er: Brottför

Smeagal.......eða bless bless.