Umfram allt og ekkert

Sunday, May 28, 2006

Óvissuferð og önnur óvissa

Helgin var barasta fín. Fór í óvissuferð með vinnunni
og var farið í keilu þar sem kvikindið var efst með
68 stig eftir 5 umferðir(gátum ekki klárað þar sem við
mættum of seint). Þaðan var tekin rúta sem fór með
okkur á Sandgerði og þar vorum við að læra magadans
og fórum í traustleiki sem ég nenni ekki að útskýra.
Enduðum síðan á Ruby Tuesday þar sem borðaður
var ekkert svo góður hamborgari. Svo var það partý
og bærinn og gerðist margt sem betur hefði ekki gerst.

Malva fór seint á laugardagskveldi og fórum við á Kaffibarinn
og gátum dansað aðeins áður en hún kvaddi.
Á eftir að sakna hennar.
Og síðan endaði ég á Dillon og Celtic með Braga og Co.
Gaman að sjá Bragann aftur.

Tónar heimsins eru góðir
hugblær vitsmuna
sem þykir sæma
á góðum degi.

Söngraddir þeirra sem
djúpt í huga mér
og næst voru.

Ég hef sopið gulldrykk
tónaflóðsins og skrítið
sem það felur í sér
þá er þetta sú ró
sem næst með hljóði.

Annars er maður bara sultugóður þrátt
fyrir vinaleysi, ástleysi og peningaleysi
og hlakka bara til að fara í vinnuna.

Þarf að redda mér hest. Adieu.

Wednesday, May 24, 2006

Varist falskar yfirlýsingar!!

Kom með þær yfirlýsingar að Malva væri af
brotnu bergi farin. Það er haugamisskilningur.
Er jafnvel að fara hitta dísina þessa helgina.
Bara enn eitt sms-ið sem misskilst.

Hlustandi á Supremes í góðum misskilningi.

Annað orð dagsins er: Rauntími.

Nóttin góð.

Malva farin, lentur í Boz resident

Malva farin til Sveden og biður kútinn að hitta sig
(ef hún kemur aftur) á Nick Cave tónleikunum.
Er búinn að lofa að kaupa tvo miða og legg það
á hana að standa við orð sín(miss you!!).

Var fyrstu nótt mína í Cod resident og er ég var
búinn að tala við hestinn og lesa úr dagbók Önnu Frank
leyfði ég mér að ímynda mér að úlfatemjarinn lægi
við hlið mér og veitti sú hugsun mér ró.

Tvíklæddur úlfur

Úlfsjakkinn snjáði
klæddur að innan
sauðgæran illa
skinnið mikla falska
alla mun blekkja.

Kindur finna en ei vita
falskur læðist
með góð eyru sín
tilbúinn að nærast.

Ræðst í lofti,hugsar
næ ég einni,tveimur
eða fleirum
geri mitt besta
náði einni.

Hjörðin tryllist
æpti óðum
sumar komust undan
með stökkum góðum
hinar fastar voru
lífi sínu í kassa.

Bóndinn í morgunsárið
öskraði dynjandi helvíti
á úlfinn
hringir í vinina og
þeir koma hlaðnir
langt upp á fjalli
hinn tvíklæddi glottir.

Er í fríi á morgun og svo er óvissuferð
og djamm hjá vinnunni á föstudag.
Verður vonandi fjör.

Orð dagsins er: Sýbreytni

Adieu í svefni.

Saturday, May 20, 2006

Síðasta kvöldmáltíðin

Í kvöld mun ég örugglega snæða hina hinstu máltíð
með Boz og Kruggs í langan. Boz flytur sig um set til
Djúpavogs ásamt Kruggsa.

Fórum á Davinci code og var það hin fínasta mynd
en bókin var miklu betri einsog þær flestar eru.
Horfðum síðan á Squid and the whale sem er snilld.

Ætla að kíkja í útskriftarveislu hjá mesta yndi í heimi.

Held að það sé slökknað á mér stundum. Hrifning og
ég eigum litla samleið.

Orð dagsins er: Krossgötur

Ciao bella.

Thursday, May 18, 2006

Gráttu mér á (tilfinningalosun)

Er ógeðslega þungur í lyndinu og finnst einsog ég
sé einskis virði og tilvera mín óþörf.


Misguided love of a fool.

Swing your pitchblack hair
the smell deludes me
makes these senses fear
the scent of realness.

Talk these sound
that reel so softly
from your tongue
dont mind their expression
for this clown
will misinterpret
and most likely
make a fool of himself.

Hef líka mikið verið að hugsa um hluti sem gerðust
fyrir mig er ég byrjaði að grufla í kvenfólki og hef
staðið mig að því að vera gera hluti sem ég fordæmdi
hér áður fyrr. Þetta ljóð lýsir einni hugsun minni.

Von
Ég ber heiminn á herðum sjúkum
og innviður þess sem mig líður
er ekki nema í treganum fallegt.

Get ég eytt þér eftir að
þykja vænt um þig?.

Þarf greinilega að fara temja mér glaðværari
hugsunarhátt. CRY ME A RIVER!!

Orð dagsins er: Vitskerðing.

Adieu.

Sunday, May 14, 2006

Danadjamm,harmonikkur og fiskur í krukku.

Á föstudaginn fór ég á djammið með Dönum sem eru
hér í heimsókn og hittumst við á Dillon. Er ég mætti inn
voru þeir búnir að leggja undir sig langt borð og í miðju
þess var heil Stolischnoya(afsakið ef rússneskan er vitlaus)
vodkaflaska og var ég skipaður til þess að kaupa mér kók.
This coke´s gone bad.
Eftir nokkur glös þar hurfu Danirnir og ég endaði á bar 11.
Svo endaði ég og vaknaði á Álftanesi.

Laugardagurinn var ein mesta upplifun mín tónlistarlega séð.
Fór að sjá Motion trio og í för voru Kruger,Boz,Pásanovic og AK.
Vissi ekki að hægt væri að framkvæma svona hljóð á harmonikkuna.
Ólýsanlegt,ógleymanlegt og óhemju mikið gil af tilfinningum í gangi.

Fórum á Thorvaldsen fyrir tónleikana og þar fengum við Krugerinn
saltaðan fiskinn okkar í hlaupkrukku...mjög svo fyndið.
Enduðum heima hjá Boz með tvo nr.8, einn löðrandi í barbe.

Sunnudeginum eyddi maður í heilalaust vídeógláp og var horft á
Naked Gun, So I married an axe murderer og Top Secret.
Pottþétt í þynnkunni.

Í hundavaði ástarfárs
dauður að innan og guggur
leita að lífsins viskustein
sem falin er að innan.

Ég elska þig af mikilli þrá
enda er ég skrítinn
skrítið hversu skrítinn ég er
segja fleiri en einn.

Mundu þó á dökkum degi
ef þú þarft lítið faðm-lag
þá man ég það ef til vill ekki
því ég á það til að vera falskur.

Orð dagsins er: óeðli

Lýkur þá fréttum.

Monday, May 08, 2006

Stutt í Krugerinn!!

Nú þegar þetta er skrifað er Krugerinn örugglega farinn að
gera að gera sig til fyrir Reykjavíkurferð. Ég og hann eigum
það sameiginlegt að hafa mikla þörf fyrir að troða alls kyns
drasli í smettið á okkur en þetta er eitthvað sem Krugerinn
kom mér á bragðið. Mikið sakna ég SDS og þess að finnast
einsog smurður faraói á guðríkum degi.
Tilveran án Krugers er bara klink!!.

Og talandi um klink, þá á ég svo um það bil 3000 kvikindi
á lífsreikningnum mínum svona snemma mánuðs og lifi
einsog svo oft áður á draumum um yfirdráttarheimild
og góðs orlofsreiknings.

Síðan hef ég hugsað mikið til einnar manneskju sem ég veit
ekkert í hvaða átt ætlar að þeyta mínu lífu og er ég hræddur
um að þessi manneskja sé það góðhjörtuð að ef ég myndi eitthvað
viðhafast meira myndi ég enda á að særa hana því maður er
soddan hestahvíslari......og landeyða hehehe.
Allavega þykir mig óhemju vænt um hana.

Orð dagsins er: Leikleysa

Hlustandi á jazz og á morgun kemur dagur.

Murphy´s lögmálið

Ég trúi og lifi lífi mínu nánast eftir Lögmáli Murphy´s.
Fyrir þá sem ekki vita er lögmálið það að ef hlutirnir
geta farið úrskeiðis þá mun það gerast!!.
Er ekki hræðilegt að lifa í þessum ótta við að eitthvað
fallegt í tilveru manns muni splundrast og visna bara
af því að möguleikinn er fyrir hendi.

Orð dagsins er: Ótemja

Gleði til ykkar.

Saturday, May 06, 2006

Liggur í leti, borðar, syngur

Verð að segja að smá frí var eitthvað sem maður þarfnaðist.
Nennti ekki á djammið þrátt fyrir að Hernan Crespo Lauksfrændi
væri að fara á lausri sölu yfir í góða liðið. Hafði bara ekki orku í mér.
Gangi þér vel marr!!

Fór samt í bæinn í gær og Malva og ég fórum á Kaffibarinn
þar sem sumt flæddi einsog vatn og tónar líkt og lækur.
Mjög svo gaman.

Horfði á snilldar myndina Fargo í kvöld hjá Boz og hoppaði svo heim
og át yfir mig af viðbjóði. Stundum kann maður ekki að stoppa.

Ótitlað
Eldfimur ég hljóðhimininn sprengi
lífsgöngu mikla við geðsýki tengi
samt í glaðgaum skoppa þrepin
stíglausa tilveru ég rölti á sýndarengi
þar sem dimman er þakin blómum
og maður reynir allt sitt í góðu
hugsanir sem blekkja
eru ekki orð deyjandi visku.

Orð dagsins er: Gervigreind

Ekki leika þér að matnum.......bæ

Friday, May 05, 2006

Smá söknuður hér

Lítið búið að gerast hjá kallinum þessa vikuna,
datt reyndar í smá þungu lyndi útaf peningum
en það er víst einhver áskrift sem ég þarf að fara
segja upp enda gefur það lítið í aðra hönd.
Farinn að sakna sumra meira en annað og held að
ég sé barasta í einhverjum fals Amor hugleiðingum.

Krugerinn á leiðinni og væntanlega kemur einn og
fara tveir sem verður skrítið.

Ætla ekkert að hafa þetta lengra, veit ei hvað skal
gera í kvöld en vonandi veitir það gleði.

Ciao bella

Monday, May 01, 2006

Helgin, meistarar og aðrir drottnarar

Helgin tekin með smá trompi enda þriggja daga kvikindi.
Föstudagur: Drukkinn og drapst eftir að hafa spjallað við
Tara Kruggs í góðu flippi.
Laugardagur: Horft á fótbolta eða knattspyrnu þar sem
markmiðið er að setja bolta í netmöskva. Hermenn Jose
Móra tóku sig í smettinu og settu hann 3svar. Ja hérna!!
Bara meistarar......Til hamingju.
Svo var horft á handbolta eða handknattleik. Þar eru mörkin
minni og notast skulu hendur. Johnny Boy og hans bláa lið unnu
sína viðureign og hana nú......meistarar!!. Til hamingju.

Síðan var stefnan tekin í bæinn og hitti maður fullt af fólki.
Málbeinið laust og galið, samhengislausar hugsanir
og fullt af saklausu fólki tvinnuðst inní ævintýri Cod´s.
Endaði í partý þar sem sótti að mér lítill áfengisdauði og
nauðsyn var að skríða enda hreyfigeta í lágnarki.

Ákvað að drekka ekki á deginum sem kenndur er við Sunnu
en hitti þess í stað Afríkufara sem er með húðflúr þar sem
hún biður um hjálp frá sjálfri sér. Soldið töff.

Ætla ekkert að hafa þetta lengra enda bara að jafna mig
hægt og rólega en setjum smá dass af ljóðum fylgja.

Ótitlað
________________
Þú labbar framhjá
og ég veit ég elska
ég sé svart hár þitt
og þrái allt í einu myrkur
horfi á líkama þinn
í laginu einsog stytta
rannsaka andlit þitt
og veit að þú ert gyðja
horfi í augun þín
og veit ekkert
hvað þú ert að hugsa.

Stjórnstöð
___________
Horfi í kringum mig
augun þeytast frá vinstri til hægri
staðnæmast í miðju
og einblína á þennan hlut
sem ég þekki ekki.
Ég leita upplýsinga um þig
renni í gegnum skrárnar
í hausnum á mér
ekkert sem segir að þú sért mín.
Kalla á stjórnstöð
í leit að hjálp.

Og orð dagsins er: selskapur
Hafið það gott